Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 17
eimreiðin
EDDA FINNLANDS
313
völd himinsins og' rutt sér braut til undirheima, ef þörf krefur.
Hann hæðir sjálfshrokann í mynd lygarans Joukahainen, sem
alt þykist vita, en er þó lítilmenni, þegar á reynir. En Jouka-
hainen þolir ekki háð vitringsins. Þessvegna reynir hann að
hefna sín með því að byrla honum eitur og sitja fyrir honum
í slcógum Finnlands. Hann táknar vélráða heimskingja, sem
eru hættulegir þjóðfélaginu. En Wáinámöinen er sál Finn-
lands, og honum getur ekkert grandað. Hann sigrast altaf á
illmenskunni, og hann gerir það með vopni andans, söngn-
um, því hann vill helzt ekld bera vopn á menn. Máttur söngv-
arans er svo mikill, að hann getur komið hirnni og jörð til
að hlusta, fært fjöllin úr stað og látið vötnin flæða yfir landið.
í þessu líkist Wáinámöinen hinum guðdómlega Orfeusi, sem
uieð strengjaspili sínu gat sigrað grimmustu villidýr jarðar-
innar og látið tré skógarins hrærast.
Vísur Wáinámöinens í Ivalevala eru yfir fimm þúsund
línur. Hann hefur samkvæmt þjóðtrúnni gefið Finnum höfuð-
hljóðfæri þeirra, „Kantelen", sem varð til á einkennilegan
hátt eins og síðar mun getið. Aldrei er söngur hans máttugri
en þegar hann leikur á þetta hljóðfæri. Sál hans hlær og
grætur við strengleik þess, en aldrei getur gráturinn hertekið
sál hans svo, að hann ekki finni huggun, og aldrei hlær hann
af léttúð eða gjálífistryllingi. Gleðin og sorgin eru hreinir
tónar í söng hans. Og þó getur þessum máttuga söngmanni
fatast, þegar hann biðlar til ungra meyja. Meðal þeirra er
Aino, fögur og saklaus mær, sem er systir Joukahainens. Einu
sinni, þegar Wáinámöinen ætlar að sýna Joukahainen, hve
lítils hann megnar og lcveður hann niður í jörðina, lofar strák-
urinn að gefa hinum aldraða söngvara systur sína, ef hann
naegi lifa og koma upp á jörðina á ný. Þessu lofar Wáinámöinen
°g lætur Joukahainen lausan, gegn því að hann standi við lof-
°rð sitt, því Wáinámöinen ann hinni fögru Aino hugástum og'
vill alt til vinna að ná ástum hennar. En mærin unga getur
ekki elskað ævagamlan söngjöfurinn og kýs heldur að kasta
sér í bylgjur hafsins. Síðan heyrist altaf grátur hennar, þegar
ólgandi brimið hrýtur á ströndinni. Og skáldið sjálft grætur
með yfir örlögum hennar: