Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 45
eimreiðin
Á MÖLINNI
341
!Í mölinni. Þær tipla sárfættar á þunnum strigaskóm. Búning-
ur þeirra er allavega litir kjólar og hvítir sloppar, skozk háls-
knýti eða marglitir silkiklútar. Alt er sundurleitt og hjáróma.
Fegurðarþrá þeirra er barnaleg og óþroskuð, og mölin drepur
hana.
Þarna er eldrauð stelpa, kornung og kotroskin. Alt er rautt
á henni. Úfinn hárlubbinn undir kaskeitishúfunni er eld-
rauður. Andlitið er rautt og hlæjandi. Rauð peysa með hálf-
ermuin, rauðir, berir handleggir og rauðrósótt músselínspils.
Hún er svo ung og sterk og stælt, þessi stelpa. Hún bognar
ekki! Og alt lífið er eldrautt í blágráum glaðopnum augunum
hennar.----------
En lífið á mölinni er hjáróma og tilbreytingarlaust. Hver
dagurinn er þar öðrum líkur, með skin og skúrir á víxl. Þreytt
augu, bogin bök og signar axlir. Iljataugarnar smá-dofna og
verða tilfinningasljóar og ónæmar. Stælingin hverfur úr göngu-
laginu, og hreyfingarnar verða fjörlausar og silalegar, með
einstöku rykkjóttum fjörkippum, sem minna á hvumpna
ótemju. Og þegar ungu stúlkurnar stelast á ball á sunnudags-
kvöldin — eða eru boðnar á laugardagskvöldið — þá er
dansgólfið eins konar fiskireitur og hreyfingar þeirra allra
niótaðar af mölinni. Og hugirnir ungu eru svo einkennilega
þurrir og skrælnaðir og minna óþægilega á sólþurkaðan salt-
fiskinn. Þær eiga engan fögnuð. Enga léttfætta gleði. Aðeins
hvellaii reita-hlátur og grófgerðan gáska.
Lífið hefur snuðað þær í viðskiftunum. Keypt æsku þeirra
fyi'ir lítinn pening og gefið þeim unga elli í kaupbæti, með
signar axlir og bogin bök. Og þær vita ekki, hvað þær hafa
mist. Því að þær liafa aldrei átt æsku sína sjálfar.
Svo líður ævin. Og lífið streymir að ósi. Ungu stúlkurnar
verða mæður í mynd mæðra sinna. Alt líf þeirra þjappast
saman frá báðum endum og verður jafnbola og siginaxla og
sviplaust. Gleðin visnar í augum þeirra, sem fyrir löngu eru
oi'ðin rauðhvarma og sár og sljó af reitabirtunni. Og reitur-
lr*n, sólhvítur og suddagrár, verður sjóndeildarhringur þeirra
0S sálarsvið.
Sálarsvið öreiga sálar.------— ’
Saltfiskurinn selur mark sitt á þjóðina. Og þjóðin trúir á