Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 79
eimreiðin
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
375
hafði nú samt á móti þessu,
svo að við hættum við að nota
nýju spilin, en náðum okkur í
gömul og brúkuð spil í stað-
inn. Dáleiddi maðurinn var nú
beðinn að athuga spilin og
velja sér eitt úr stokk. Hann
skoðaði spilið vandlega i krók
og kring, og við stungum þvi
svo aftur í stokkinn, eftir að
hafa sett á okkur spilið.
Landsstjórinn stokkaði spilin
síðan vandlega og lagði þau á
grúfu fyrir framan dáleidda
manninn, sem nú hafði verið
skipað að hafa aftur augun.
Honum var síðan skipað að
taka tafarlaust upp sama spil-
ið og hann hafði áður dregið,
°g gerði hann það samstundis
hiklaust. En venjulega krefst
þessi tilraun dálítillar æfingar.
Landsstjórinn þóttist geta
gefið skýringu á þessu. Þetta
er ekkert annað en skerpt
s.ión, sem maðurinn öðlast við
dáleiðsluna, svo að hann getur
Rú greint smávægilegustu örð-
ur á baksíðu spilanna og þekt
þau eftir því. En ég gat þá
skýrt landsstjóranum frá því,
RÖ ég hefði i tvígang sannað,
að dáleiddir menn sæu í raun
°g veru gegnum spil. Þetta
Prófaði ég þannig: Fyrst lét
ég þá velja eitt spil, fór síðan
með spilið inn í annað her-
hergi og merkti það á forsíð-
unni, en lét baksiðuna
ómerkta. Síðan stokkaði ég
spilinu saman við hin spilin.
En dáleiddu mennirnir, sem
ég gerði tilraunir mínar á,
gátu ekki aðeins sagt mér und-
ir eins hvert spilið var, heldur
fóru þeir um leið að tala um,
að þeim þætti það undarlegt,
að komið væri merki á spilið
og lýstu merkinu. Þetta gátu
þeir ekki með neinu öðru móti
en því, að þeir sæu í gegnum
spilið. En það sem aftur sann-
ar, að hér geti ekki verið um
hugsanaflutning, frá dávaldin-
um eða öðrum, að ræða, er sú
staðreynd, að séu spilin alveg
ný og ónotuð, getur hinn dá-
leiddi ekki séð i gegnum þau
nema eins og í móðu.
Landsstjórinn kinkaði kolli
til samþykkis, og ég hélt áfram
að útskýra málið fyrir hon-
um: Þetta er í rauninni aðeins
aukið orkumagn við dáleiðslu.
í venjulegu ástandi getum vér
séð í gegnum þunt umslag, ef
vér höldum því upp að ljósinu.
En svo getur umslagið verið
svo þykt, að ekkert sjáist. En
með dáleiðslu er það aftur á
móti auðvelt. Þó dugar jafnvel
ekki dáleiðsla, séu spilin mjög
þykk. Ef spilalesturinn væri
ekkert annað en hugsanaflutn-
ingur eða þá hitt, að menn átt-
uðu sig eftir örðum á yfirborði