Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 89

Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 89
eimreiðin RADDIR 385 Norðurljós. Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drotnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! — Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín; mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín, og lækirnir kyssast í silfurósum. Við útheimsins skaut er alt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Frá sjöunda himni að ránar rönd stíga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum, en ljóshafsins öldur, með fjúkandi földum, falla og ólga við skuggaströnd. Það er eins og leikið sé huldri hönd hringspil, með glitrandi sprotum og baugum. — Nú mænir alt dauðlegt á lífsins lönd frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum, og hrímklettar stara við hljóðan mar til himins, með krystals-augum. Nú finst mér það alt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál ég er í sátt. Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt. Nú brosir hver stjarna, þótt vonirnar svíki, og hugurinn lyftist í æðri átt; nú andar guðs kraftur í duftsins líki. Yér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum í nótt vorn þegnrétt í Ijóssins ríki. — Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf, og hásigldar snekkjur, sem leiðina þreyta. Að höfninni leita þær, hvort sem þær beita í horfið — eða þær beygja af. En aldrei sá neinn þann, sem augað gaf, — og uppsprettur ljóssins ei fundnar né skýrðar. Með beygðum knjám og með bænastaf menn bíða við musteri allrar dýrðar. En autt er alt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.