Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 46
342
Á MÖLINNI
EIMREIÐIN
hann og tignar hann. Hún seldi eitt sinn sál sína fyrir hann.
Dauður þorskurinn er almáttugri en sumargræn sveit, þar
sem heilagur andi svífur yfir vötnum og silungsám! Því að
Spánverjinn vill eklci sjá heilagan anda! Og þá er elckert
„business fyrir sveitirnar að vera að púkka upp á hann!“
Svo snýr æskan bakinu við sumargrænum sveitum og heilög-
um anda. Og lífið fjarar út í sveitunum. Og sólþurkaður dauð-
inn bíður þeirra á sjávarmölinni.
„Heill sé þér þorskur, vor bjargvættur bezti!“ Þú ert imynd
sálarinnar. Þess vegna ættir þú framvegis að skarta á fram-
hlið alþingishúss vors sem hin æðsta allra landvætta, eins og
vor elskulega sambandsþjóð hafði oss eitt sinn fyrirhugað og
afskamtað í sinni undursamlega djúpsæju og skilningsgóðu
fyrirlitningu á vorri islenzku saltfisksál!
íslands-valinn gerðum vér sjálfir útlægan, þegar þjóðinni
tóku að spretta flugfjaðrir. Hvern fjandann átti saltfiskþjóð
að gera með flugfjaðrir! — Islands-valurinn átti ekki heima
á mölinni.
--------Ég sit \áð gluggann, sem snýr út að fiskreitunum-
Og hugur minn streymir, fullur af sárri og þungri þrá eftir
einhverju, sem ég hef mist, en veit þó eigi hvað er. Á þessu
augnabliki er sál mín ofurlítið brot af þjóðar-sálinni. Missir
hennar er líka missir minn. Sorg hennar og gleði, líf hennar
og lán er líka mitt. Og ég finn, að saltfiskurinn er ekki
vort insta eðli, þótt verðmætur sé. íslenzk þjóðar-sál á enn
dýpri verðmæti og dásamlegri, sem megnug eru að vekja,
göfga og glæða æsku landsins og gera hana að glæsilegri
menningarþjóð með víðsýn yfir himna og heima og hlut-
verk af höndum að inna!
En til þess þarf æskan að snúa aftur til lifsins!
Á mölinni er alt orðið hljótt. Þrjár gamlar konur ganga
þreytulegar heim til sín, bognar í baki og sárfættar En upp1
á pakkhúslofti situr roskinn maður og tindar ngja hrífu með
brúnspónstindum.