Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 23
eisireiðijí
EDDA FINNLANDS
319
þoldi ekki að vera minna
metinn. Þess vegna sigldi
hann nú burt úr landinu
með koparskipi, sem hann
bjó til með töframætti
söngsins. En hann eftirlét
þjóðinni „Kantelan", sem
síðan hefur verið þjóð-
arhljóðfæri Finna. Hann
lofaði að koma aftur,
ef þjóðin væri í nauð-
uni stödd. Þá ætlar hann
að leika og vekja rétt-
lætismeðvitund og sam-
vizku alheimsins, því hann
veit betur en allir aðrir,
að Finnland á rétt til frels-
is og friðar.
Þannig eru höfuðlínur hins finska hetjuóðs. Hann birtir
oss flugháa^ tinda ímyndunaraflsins, með endalaust útsýni
mót ónumdum framtíðarlöndum. Kvæðið verður ekki skilið
í einni svipan. Eins og alt annað, sem er voldugt og óvenju-
legt, verður lengi að dvelja við það með augum, eyrum og
tilfinningu, og þá fyrst fá hin gulnuðu hlöð yljandi aðdráttar-
afl, því bak við margbreytnina ólgar sú tilfinning heitast,
sem heitir móðurást. Hversu mjög sem svartnætti ofstækis
leiðir börnin afvega, hættir móðirin aldrei að elska þau. Það
er saga hinnar finsku þjóðar og ættmóður, sem hér er skráð
á bókfellið.
Ekki er að undra þótt allar sveitir landsins, hver fyrir sig,
vilji hafa heiðurinn af því, hvar vagga ættmóðurinnar hafi
verið. Hefur mikið verið um það deilt, hvar þetta eða hitt
kvæði söguóðsins hafi upprunalega verið ort. Eitt eru menn
þó sammála um: að flest af þeim séu fundin í rússneskum
landshluta Austur-Kyrjála, sem frá alda öðli hefur verið
hygður af gömlum finskum ættum.
Ástæðan til þess, að það hefur getað valdið deilum, hvar
kvæðin muni ort, er meðal annars sú, að Kalevalaóðurinn