Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 58
354
UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAR eimheiðin
inn, og um sveitalíf og sveitamenningu (í íslenzkum skilningi)
er varla að tala. T. d. eru engar sveitarstjórnir í öllu landinu
og í kauptúnunum engar bæjarstjórnir utan höfuðborgar-
innar. Þaðan er öllu stjórnað, og má geta nærri, hve hentugt
það er og affarasælt fyrir fjarlægar hygðir og sjópláss.
Helmingur þjóðarinnar býr í St. Johns og næsta umhverfi.
(Það er eins og ef helmingur íslendinga væri búsettur í Reykja-
vík og á nesjunum tveimur og suður með sjó.) Það er óþarf-
lega stórt höfuð fyrir strjálbygt land, sem ekki er stærra. Þetta
er eini staðurinn, þar sem vandfýsnir heimsborgarar geta
unað sér. Þarna sitja burgeisar landsins, og þaðan er öllu
stjórnað af værukærum skrifstofulýð, málskrafsmönnum og
blaðstjórum. En annars vegar er mikil fátækt og sálarsorg,
því hingað er stöðugt aðstreymi uppflosnaðra aumingja og
ráðleysingja úr útsveitum, til að komast á almannaframfæri
og í atvinnuleysingja tölu. Og margt fóllc annað, svona upp
og niður fólk, seiðist inn til borgarinnar til menta og mun-
aðar. Því þar eru skólar og vísindi, jazz og dufl, dans og
drykkjukrár og drykkjarföng, til að „drykkja þjóð með þrótt“.
Með öðrum orðum — ein höfuðborg með velmegun og
vandræðum að sama skapi, ineð viti í kollinum annarsvegar
en vanka hinsvegar, — og svo eiginlega ekkert nema fátækur
fiskimannalýður með öllum ströndum fram, en engin búsæl og
burðarsterk bændastétt í „blómguðu dalanna skauti“.
Svona er Nfland. Slíkt kann ekki góðu að stýra. Að hugsa
sér Island þannig! Og svo sjálfstæðið tapaða. Var það ekki
ofboð takmarkað? Og var það nokkurs virði, úr því efnalegt
sjálfstæði vantaði? Var það nema til glingurs og ganians
fyrir valdaþyrsta burgeisa og upp á mont? Ekki vantaði ráð-
herrana. Þeir voru 2 (og einu sinni 12, og þjóðlegir allir!)-
Og þingmenn voru 50. En sumir sögðu, að eftir sama mæli'
kvarða og í enska parlamentinu væri nóg, að þeir væru 6 eða
7. Nú hefur landið fengið þinglausa 6 manna stjórn, auk
landshöfðingjans. Það er að minsta kosti umsvifaminna og
ódýrara en fyrra trússið (sem sligaði drógina). Þjóðfám ei
enginn og orður engar til að hengja á spánska stevedora og
grósséra vegna saltfisksins. Um gagn slíkra gersema er ekki
getið í hagskýrslum, en má vel vera að það sé mikið og að