Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 87
eimreiðin
[/ þessum bálki birlir EIMREIÐIN meSal annars stuttar og gagnorðar
umsagnir og bréf frá lesendum sinum, um efni þau, er hún flgtur, eða
annað á dagskrá þjóðarinnar.]
Ný þýðing á „Norðurljós“.
Þeir eru fáir þýðendurnir, heima og erlendis, sem lagt hafa í að
þýða kvæði Einars Benediktssonar á erlend mál, enda mun þaS
ekkert áhlaupaverk. Þó hafa einstaka sinnum sést þýSingar á kvæSi
eftir Einar, og þá helzt i islenzku vikublöSunum i Winnipeg, á
ensku. Þannig hefur skáldkonan Jakobína Johnson i Seattle, Banda-
ríkjunum, þýtt kvæðiS „NorSurljós" á ensku, og er sú þýðing birt
í kvæðasafninu „Icelandic Lyrics“, sem dr. Richard Beck valdi i
og út kom árið 1930. Einnig hafa sézt þýðingar á einstaka kvæði
Einars, eftir Vestur-íslendinginn Skúla Jolinson. Hann hefur t. d.
þýtt kvæSið „Brim“ á ensku, og er sú þýðing einnig prentuð í
„Icelandic Lyrics". Nú hefur dóttir skáldsins, ungfrú Erla Bene-
diktsson, tekið sér fyrir hendur að þýða sum af kvæðum föður sins
á enska tungu. Sem sýnishorn þeirra þýðinga birtist hér á eftir
þýðing á kvæðinu Norðurljós. Er kvæði þetta þýtt í heild, en
þýðandinn fylgir ekki i þýðingunni bragarliætti frumkvæðisins að
öllu, án þess það virðist þó koma að sök. Annars er frumkvæðiS
látið fylgja samhliða þýðingunni, svo að þeir, sem vilja og þekk-
ingu liafa á báðum málunum og því, hvað teljast megi vel þýtt
bundið mál á enska tungu, geti sjálfir dæmt um þýðinguna. En eftir
því sem vér fáum bezt séð, er þýðingin góS, og væri það að vísu
meira en meðalþrelcvirki, ef dóttir skáldsins ætti eftir að kynna beztu
kvæði lians, í þýðingum, sem þeim liæfði, meðal enskumælandi þjóða.
KvæSiS Norðurljós, sem er eitt af elztu kvæðum skáldsins, vakti
undir eins mikla athygli, er þaS fyrst birtist á prenti, í Sunnanfara
árið 1896, og er eitt af Einars sigildu kvæðum. Hér kemur þýðing
ungfrú Erlu Benediktsson ásamt sjálfu frumkvæðinu til saman-
burðar.
Ritstj.