Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 16
312
EDDA FINNLANDS
EIMREIÐIX
söfnunarstai’finu áfram,
var hann auðfenginn
til þess. Það hafði lengi
verið leynd þrá hans, og
honum fanst það vera
sín þjóðlega köllun. Hann
tók sér fyrir hendur ferða-
lög um landið og einnig til
Lapplands og Estlands,
þar sem hann fann mörg
kvæði, en flestum þeirra
sat'naði hann í Kyrjála-
héraði, Rússlands megin.
Elías Lönnrot hefur
skrifað endurminningar
um ferðalög sin, og í
þeim segir hann frá mörg-
um gáfuðum og einkenni-
legum kvæðamönnum. —■
Meðal annars skrifar hann
um áttræðan ltarl, sem
hafði svo einstætt minni,
að hann gat kveðið vísur óslitið í þrjá daga. Hann segir þar
einnig frá söngkepni, bæði meðal sjómanna og bænda, og er sú
söngkepni ekki ólík því, þegar Islendingar kveðast á. Hjá þess-
háttar kvæðamönnum safnaði hann efninu í liinn mei’kilega
hetjuóð, sem hann gaf út árið 1835 og kallaði Kalevala. Seinna
— árið 1849 — var kvæðaflokkurinn gefinn út á ný, aukinn
og endurbættur. Það voru í safninu alls 50 kvæði, með næst-
um 23 000 ljóðlínum.
Það er vandasamt að gera grein fyrir öllu í þessu verki,
því hvorki er hægt að nota Eddurnar eða slcáldskap Hómers
til samanburðar, að því er snertir hugarflug. Hér slcal aðeins
reynt að skýra frá efninu með því að minnast á höfuðper-
sónurnar: söngvarann Wáinámöinen, töfrasmiðinn Illmarinen,
ofurhugann Lemminkáinen og óhamingjubarnið Kullelvo.
Wáinamöinen er aðalpersónan, og hann tekur þátt í sköpun
jarðarinnar. Hann er ósigrandi í öllu, getur ákallað xnáttar-