Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 52
348
UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAR eimheiðim
lokar öllum höfnum norðantil, þá er engum fært um óbygðir
nema heimskautaföriim á hundasleðum. Þá er óvistlegt á
útkjálkum, þar sem búa fátækar fiskimannafjölskyldur, langt
aðskildar óravegu hver frá annari; já, miklu óvistlegra en i
nokkrum nfskektum strandasveitum á íslandi.
Munur sumars- og vetrarveðráttu er m. ö. o. gífurlegur eða
álíka mikill og í Fjörðum nyrðra, eins og Látra-Björg lýsti
svo fallega:1)
Ferðalangar lýsa svo sumardvöl sinni uppi um hálendi
Nflands, að þar sé yndislegt í fögrum skógardal og í skógar-
rjóðrum við vötn og fossandi ár. Þar séu fjöllin skrautleg og
himininn krystalstær, eins og á íslandi.
Áður en hvítir menn námu landið, var það fjölsetið af Indí-
ánum, sem lifðu af veiðiskap um óbygðirnar á einlægum sel-
flutningi, en höfðust lítt við úti við sjó. Þarna áttu þeir Para-
dísarvist á sumrin, en sumir munu hafa flutt sig búferlum
yfir til meginlandsins á haustin.
Seint á 18. öld voru enn margir Indíánar í skógunum. Þa
kom Chateaubriand þar, ritsnillingurinn nafnkunni. Þar
kyntist hann, sér til mestu uppbyggingar, hinu öfundsverða,
frjálsa útilífi Indíánanna. Einkum varð hann hugfanginn af
fríðleik Indíánastúlknanna, enda var hann kvenhollur nieð
afbrigðum. Erindi hans til Vesturheims var aðallega að finna
Guð og Paradís, því ekki var Guð í Görðum, þ. e. á Frakk-
landi um þær mundir (stjórnarbyltingin geisaði einmitt þá)-
Hann þóttist finna hvorttveggja í heimkynnum Rauðskinna,
og eina mey fann hann svo fagra í þeirra hóp, að þar héh
hann vera Guðsmóður endurborna.
En það var ekki alment, að hvítum mönnum samdi eins vel
við Indíána eins og Chateaubriand. Það varð eilífur ófriður út
af landsnytjum og veiðiskap og endaði með því, eftir mikil
mannvíg, að Indiánar flæmdust algerlega burtu.
Svo við komum aftur að mýrunum, eða þó einkum dýjun-
1) „Fagurt er í Fjörðum, en pegar vetur atS oss fer að sveigJa’
l>á frelsarinn gefur veðrið blítt, veit ég enga verri sveit,
lieyið grænt í görðum, i veraldarreit;
grös og heilagfiski nýtt, menn og dýr Jiá deyja.“
(Mcð „grös“ átti liún við fjallagrös.)