Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 64
360
STYRJALDARDAGBÓK
EIMREIÐIN
27. september. Varsjá fellur. Von Ribbentrop fer til Moskva til að
semja við rússnesku stjórnina um skiftingu Póllands.
29. september. Molotov og Ribbentrop undirrita i Moskva samn-
inginn um sundurlimun Póllands og yfirlýsingu um, að styrjöldinni
eigi nú að vera lokið. Brezki fluglierinn gerir árás á þýzk herskip
í Helgolands-fióa.
30. september. Forseti Póllands, Moscicky, segir af sér. Ný pólsk
stjórn mynduð í París.
Október 1939.
1. október. Sefuliðið á Hela-skaga gefst upp.
2. október. Brezkar hernaðarflugvélar fljúga yfir Berlín. Umræð-
urnar um hhitleysislögin hefjast i þingi Bandaríkjanna.
5. október. Samningur milli Rússlands og Lettlands, um gagn-
kvæma aðstoð þessara ríkja, undirritaður í Moskva.
6. október. Hitler leggur fram friðartillögur sínar á fundi i rikis-
þinginu. Brezka stjórnin lýsir yfir, að hinar „óljósu og myrku“ til-
lögur Hitlers verði teknar til vandlegrar yfirvegunar.
10. október. Forsætisráðherra Frakka, Daladier, svarar friðar-
tillögum Hitlers með útvarpsræðu.
11. október. Rússncsk-Iitháiskur vináttusamningur undirritaður
í Moskva. Finsk sendinefnd, undir forustu Paasikivis, kemur til
Moskva.
12. október. Forsætisráðherra Breta svarar i brezka þinginu friðar-
tillögum Hitlers.
13. október. Sviakonungur boðar konung Dana, Norðmanna og
forseta Finna á fund i Stokkhólmi.
14. október. Finska sendinefndin fer heim frá Moskva til að geh1
stjórn sinni skýrslu. Þýzkur kafbátur sökkvir brezka herskipinu
„Royal Oak“ í Scapa-flóa.
16. október. Tvær þýzkar loftárásir á brezk lierskip i Fortbfirði.
Skemdir verða á beitiskipinu „Edinburgh" og tundurspillinum
„Mohawk“.
19. október. Brezk-franskur samningur við Tyrldand undirritaður
i Ankara. Konungar Norðurlanda og forseti Finnlands flytja ut-
varpsræður og lýsa yfir samábyrgð Norðurlanda.
21. október. Finska sendinefndin fer aftur til Moskva með nýjar
tillögur. ítalsk-þýzkur samningur um brotlflutning Þjóðverja fr:l
Suður-Tyrol undirritaður.
24. október. Gullforða Póllands, sem nemur 393% milj. íslenzkia
króna, er bjargað undan til Parísar.