Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 37
eimreiðin
Brynjólfur Jóhannesson leikari.
Eftir Lárus Sigurbjörnsson.
Það var veturinn 1921—’22
að okkar fyrstu kynni tókust,
óbeint þó. Mentaskólinn ætl-
aði að sýna sjónleik, og „leik-
nefndin“ var að svipast um
eftir leikaraefnum. Þá kom
upp úr dúrnum, að einn sam-
bekkingur átti bróður, sem
hafði leikið vestur á ísafirði.
Meira þurfti ekki í þá daga
til að þykja líklegur leikari.
■— Annars þarf ekki að taka
það fram, að bróðirinn i vor-
um hóp lék sitt hlutverk, hol-
bergskan brennivínssala og
hótelvert, af frábærri snild.
Jakob hét hann, vertinn, en bróðirinn Jens og hinn bróðirinn
Hrynjólfur, leikarinn á ísafirði. Raunar lagði Jens leiklistina á
hilluna, og hefði þó vafalaust komist langt, eftir byrjuninni að
dænia. En hann kaus nú ennisspegil og neísprautu í staðinn
fyrir andlitsfarfa og falskt skegg, og því er ltomið sem komið
er: Jens nafnkunnur læknir, en Brynjólfur — — það var nú
um hann, sem hér átti að ræða.
Eitt haustkveld 1924 sitjum vér í leikliúsinu í Reykjavík og
njótum þess, eftir því sem hinir frægu bekkir í Iðnó leyfa, að
sjá Storma eftir Stein Sigurðsson. Það einkennilega er, að
þetta verður minnisstæð stund. Að sönnu rykkir og hriktir
í leikritinu, sumpart fyrir efnisátölc leiksins, sumpart undan
átökum leikenda. En vér þekkjum einn leikandann, að vísu
fyrir annan, og vér búumst við miklu. Brynjólfur Jóhannes-
son á í fyrsta skifti að lcoma fram fyrir reykvíkska áhorfendur.