Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 67
eimreiðin
STYRJ ALD ARDAGBÓK
363
23. dezember. Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnir, aS tundur-
duflum liafi veriS lagt meSfram allri austurströnd Bretlands.
24. dezember. Finskar hersveitir ráSast inn í Rússland hjá Lieska.
26. dezember. Fyrstu flugsveitirnar frá Ástralíu koma til Bretlands.
28. dezember. Ákafir bardagar á ísum Suvanto-árinnar nálægt
Mannerheim-herlínunni. Barist í návígi. Finnar tilkynna, að þeir
rek og fær heitið „sjálfsmorðssveitin“.
29. dezember. Finnar gerspilla Leningrad—Murmansk járnbraut-
inni á þrem stöðum: 250 manna skíðamannasveit vinnur þetta af-
rek og fær lieitið „sjálfsmorðsveitin“.
30. dezember. Norðurher Finna gersigrar 15000 manna rússnesk-
an her hjá Kiantavatni, eftir vikulanga, óslitna orustu.
31. dezember. Ellefu finskar borgir verða fyrir loftárásum. Harðir
bardagar á Karelíanska eiðinu.
Janúar 1940.
1- janúar. Þjóðverjar gera loftárás á Shetlands-eyjar.
5- janúar. Hermálaráðherra Breta, Hore-Belisha, segir af sér.
Oliver Stanley tekur við af honum.
8- janúar. Finnar vinna sigur á 44. hersveit Rússa, eftir mikiS
Riannfall hinna siðarnefndu.
9- janúar. Einhver mesti skipatjónsdagur síðan stríðiS hófst. Brezku
skipununi „Gowrie“, „Oalcgrove“ og „Upminster“ sökt við austur-
strönd Bretlands, en mörg önnur skip verða fyrir skemdum. Far-
begaskipið „Dunbar Castle“ rekst á tundurdufl og sekkur, enn fremur
kollenzka skipið „Truida“. Brezka oliuflutningaskipið „British
Liberty“ sekkur.
1°- janúar. Bretar gera loftárás á sjóflugvélahöfn Þjóðverja í
eynni Sylt.
14. janúar. Rússar gera áköf áhlaup á Sallavígstöðvunum. Loft-
arasir á Helsinki og á Petsamo-vigstöðvunum.
17- janúar. Rússar hörfa undan á Sallavigstöðvunum. SundiS milli
^víþjóSar og Danmerkur, Eyrarsund, alt lagt þykkum isi.
2L janúar. FlotamálaráSuneytið brezka tilkynnir, að tundurspill-
inum „Grenville“ hafi verið sökt i Norðursjónum.
23. janúar. Tilkynt, að annar brezkur tundurspillir, „Exmouth“, hafi
farist með allri áhöfn.
27. janúar. Friðartillaga Hertzogs hershöfðingja feld með 81 atkv.
gegn 59, eftir fimm daga umræður í þjóðþingi SuSur-Afríku. Þýzki
sendiherrann í Róm mótmælir við páfahirðina útvarpsfréttum frá
^ atikaninu um ofsóknir ÞjóSverja á hendur Pólverjum.