Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 17
eimreiðin EDDA FINNLANDS 313 völd himinsins og' rutt sér braut til undirheima, ef þörf krefur. Hann hæðir sjálfshrokann í mynd lygarans Joukahainen, sem alt þykist vita, en er þó lítilmenni, þegar á reynir. En Jouka- hainen þolir ekki háð vitringsins. Þessvegna reynir hann að hefna sín með því að byrla honum eitur og sitja fyrir honum í slcógum Finnlands. Hann táknar vélráða heimskingja, sem eru hættulegir þjóðfélaginu. En Wáinámöinen er sál Finn- lands, og honum getur ekkert grandað. Hann sigrast altaf á illmenskunni, og hann gerir það með vopni andans, söngn- um, því hann vill helzt ekld bera vopn á menn. Máttur söngv- arans er svo mikill, að hann getur komið hirnni og jörð til að hlusta, fært fjöllin úr stað og látið vötnin flæða yfir landið. í þessu líkist Wáinámöinen hinum guðdómlega Orfeusi, sem uieð strengjaspili sínu gat sigrað grimmustu villidýr jarðar- innar og látið tré skógarins hrærast. Vísur Wáinámöinens í Ivalevala eru yfir fimm þúsund línur. Hann hefur samkvæmt þjóðtrúnni gefið Finnum höfuð- hljóðfæri þeirra, „Kantelen", sem varð til á einkennilegan hátt eins og síðar mun getið. Aldrei er söngur hans máttugri en þegar hann leikur á þetta hljóðfæri. Sál hans hlær og grætur við strengleik þess, en aldrei getur gráturinn hertekið sál hans svo, að hann ekki finni huggun, og aldrei hlær hann af léttúð eða gjálífistryllingi. Gleðin og sorgin eru hreinir tónar í söng hans. Og þó getur þessum máttuga söngmanni fatast, þegar hann biðlar til ungra meyja. Meðal þeirra er Aino, fögur og saklaus mær, sem er systir Joukahainens. Einu sinni, þegar Wáinámöinen ætlar að sýna Joukahainen, hve lítils hann megnar og lcveður hann niður í jörðina, lofar strák- urinn að gefa hinum aldraða söngvara systur sína, ef hann naegi lifa og koma upp á jörðina á ný. Þessu lofar Wáinámöinen °g lætur Joukahainen lausan, gegn því að hann standi við lof- °rð sitt, því Wáinámöinen ann hinni fögru Aino hugástum og' vill alt til vinna að ná ástum hennar. En mærin unga getur ekki elskað ævagamlan söngjöfurinn og kýs heldur að kasta sér í bylgjur hafsins. Síðan heyrist altaf grátur hennar, þegar ólgandi brimið hrýtur á ströndinni. Og skáldið sjálft grætur með yfir örlögum hennar:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.