Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 36
EIMREIÐIN
#
#
Vængillinn.
Bifreið framtíðarinnar.
Eftir nokkur ár verðui' nýtt farartæki, sem ég nefni hcr
vængil (sbr. orðið vængur), en á enslcu er nefnt helicopter,
orðið álíka almenn einkaeign og einkabíllinn er nú. Þannig
er spá sumra sérfræðinga um þessa völundarsmíð, sem rúss-
neski hugvitsmaðurinn Igor Ivanovitch Sikorsky hefur fundið
upp og gera lálið.
Sikorsky er sonur velmetins háskólakennara i sálarfræði
við háskólann í Kiev á Rússlandi og fæddur þar árið 1889.
Hann var ekki nema nítján ára, þegar hann fór að i'ást viö
flugvélasmið. Svo mikinn og hrennandi áhuga hafði hann á
þessu viðfangsefni, að systir lians, Olga, sem liafði sæmileg
fjárráð, varð hrifin al' og lánaði honum l'é nokkurt til að
komast lil Parísar til náms og til að kaupa þar efni i flugvél.
Þetta þótti mörgum vafasöm ráðstöfun. Vinir prófessorsins,
föður Sikorskys, töldu það óráð að senda hann í Parísar-
sollinn til þess eins að skoða flugvélar. En faðir hans og
systir treystu honum, enda hrást hann ekki trausti þeirra.
Hann kom aftur heim með 25 hestafla gasolíuvél í flyg^
og hugann fullan af nýjuin ráðagerðum. Eftir heimkomuna
smíðaði hann fyrsta vængilinn sinn. Sá hafði sig aldrei fylli-
lega á loft. En síðan hefur hann siníðað inarga.
Svo langt er nú komið þróun jiessa fartækis, að bæði brezlca
og ameríska flotastjórnin eru að talca vængilinn í þjónustu
flotans, til varnar .skipalestum gegn kafbátum. Vélsmiðjur
Sikorskys í Connecticut, Bandaríkjunum, liafa nú fengið
pöntun á 250 vænglum, sem nota á i þessu augnamiði. Væng-
illinn er að ýmsu leyti talinn heppilegri en flugvél í viður-
eign við kafbáta. Hann getur sveimað hægt yl'ir lcafbátunuiu,
jafnvel staðnæmzt í loftinu og varpað djúpsprengjum með
fullkominni nákvæmni, og hann á miklu auðveldara með a'ö
lenda á flugvélamóðurskipi, í hvaða veðri sem cr, en flugvélin.
Fyrstu lilraunir Sikorskys með vængilinn urðu skanim-