Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 41
eimreiðin
Hópkennsla
eða einstaklingskennsla.
Eftir Steingrim Arason.
Lengst af ævi mannkynsins hefur öll kennsla verið ein-
staklingslcennsla. Ein af skyldum foreldranna var 'að veita
harninu tilsögn og andlega næringu, ekki síður en þá líkam-
legu. Hjá forn-Grikkjum var hverjum dreng, frjálsboj-num,
ætlaður kennari. Nefndist hann pedagog og þýðir: sá, sem
ieiðir. Pedagogar voru oftast þrælar. Það var ekki fyrr en
eflii' iðnbyltinguna miklu, sem miða má við árið 1S00 og 00
árin þar á undan og eftir, að almenn varð krafa um að kenna
öllum. í iðnaðarlöndum höfðu menn safnazt í borgir, þar sem
nýuppfundnar vélar unnu störfin. Margur smábóndinn, sem
iifað hafði fábreyttu lifi við hjarta náttúrunnar, fluttist í
verksmiðjubæ. Þar var ekkert ræktað, hvorki husdýr né jurt,
°S fátt að sjá nema þrönga, óhreina götu. Sjálfur var hann
úiimur við hin nýju störf. Börnin hans urðu iljótt fimaii, at
llví að fingur þeirra voru ekki stirðnaðir af erliði eins og
hans. Fór 0ft SVo, að faðirinn sat heima, en börnin unnu i
verksmiÖjunmn. Stundum sváfu þau og borðuðu í veiksmiðj-
nnni. Svefnloft' var oft yfir vélasalnum, og rúmum var þar
þéttskipað hátt og lágt. Þegar einn hópurinn hafði sofið þar
átta stundir, fór hann á fætur. Háttaði þá annar í sömu rúmin.
þ'ttir aðra átta tima urðu önnur skipti. Var livert rúm notað
af þremur á sama sólarhringnum. Þessi iðnbylting hófst á
Englandi og í klæðaverlcsmiðjum. Vitrir menn sáu, að hér
Var þjóðinni stefnt í voða. Kynslóðir, sem þannig uxu upp,
Voru dæmdar til að verða að örkvisum. Einstaka mannvinur
hóf máls á þessu. Ræðusnillingar fóru um landið og reyndu
að koma vitinu fyrir fólkið. Kröfur urðu æ háværari um bann
v'ð barnaþrælkun. Menn heimtuðu skóla, sem veittu börnun-
Una eitthvað af þvi, sem þau höfðu misst við það að fara úr
sveitinni. Arangur þessarar viðleitni eru tvenns konar lög, sem