Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 97
EIMREIÐIN
FÓRN ÖRÆFANN.4
273
úr djúpinu. Hún hafði fallið niður um þak á einuni launhelli
hraunsins. Hið ægilegashi hraun jarðarinnar hafði gleypt
hana. Hundurinn þaut í kringum opið, veinandi og ýlfrandi.
Þar var engum fært niður. Hann þaut lengra til og fann
annað op á hellisþakinu, snérist þar í kring og lét sem vit-
skertur væri. Mun hafa ætlað að leita þar uppgöngu, en því
var ekki til að dreifa, þar var miklu hærra til þaks. Hún féll
í svima á hellisbotninum, en þó ekki lengi; vinstri handleggur
hennar var mölbrotinn, en barnið hafði beðið bana haus-
húpan og hægri kjálkinn brotnað- Þarna ægði öllu saman á
hellisbotninum: beinagrindum, grjóti, snjó og klaka og drop-
steinum, sem stóðu upp í loftið sem ægilegir gaddar. Af beina-
grindum var þarna mesti fjöldi. Þótt aðeins ein og ein kind
hefði hrapað þarna niður á árafresti, safnaðist þegar saman
hom í margar aldir. Hún var bæði ringluð og skelfd, en hélt
þó barninu enn að brjósti sér með heilu hendinni; vissi þó
ehki, að það var andað. Og i angist og ofboði skreiddist hún
um hellisgólfið í þá átt, er hún heyrði hljóð hundsins, sem
Selti og veinaði við þakopið sem óður væri. Loks glitti í eitt-
hvað grátt, það voru snjó- og klakabólstrar undir þakopinu,
ásamt beinagrindum. Hún bylltist við á ymsum endum gegn-
l|m myrkur hellisins, sem var þétt sem veggur. Alls staðar
datt hún um beinagrindur, grjúpána og hraungadda; fata-
leifarnar, sem eftir voru á likama hennar, festust í þessu og
rifnuðu í hengla; beinendarnir í brotsárum handleggsins
stungust langt út i gegnum vöðva og skinn. Aldrei sleppti hún
harninu. Svo komst hún undir opið, þar sem hundurinn var
UPPÍ yfir, heyrði til hans og sá hann bera við himin, uppi á
barmínum. —- Angistaróp! Neyðarkall um hjálp! Bergmálið
þó miklu ömurlegra. Hún hné niður, þar sem hún stóð, ska-
hallt undan þakopinu, og skall þar aftur á hak milli klaka-
hólstra niður á beinagrindur, sem brotnuðu undan þunganum.
Enn þá hélt hún barnslikinu við brjóstið, greiðir nú frá
höfði þess með heilu hendinni og skynjar, hvernig lcomið
var. —
Stjórnlaus örvænting. Gígjandi neyðarkall til hundsins um
náð og miskunn. ----------Hún hrópar á hundinn! — Hann
kastaðist, hentist og þaut hringinn í kringum opið á þakinu —
18