Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 98
274
FÓRN ÖRÆFANNA
EIMREIÐIK
hoppaði fjaðurmagnaður eins og hnöttur, gólandi og veinandi
viti'sínu fjær — fann hvergi þrep eða neitt annað til að stöðva
við fót sinn; var svo ekki að því meir — stakk sér niður í
djúpið til hennar — órahæð, margar mannhæðir; stórlemstr-
aðist í fallinu, en dróst þó með veikum burðum og lagðist yfir
brjóst móðurinnar og barnslíkið — sleikti andlit hennar. „Ó,
Skuggi-Tryggur! Nú er það gott! Það er gott! “ — Læsli heilu
höndinni undrafast um framfót dýrsins og féll í ómegin.
—- Þessi hraunhellir er nú sokkinn i sand.
Það hafði staðið yfir él. Þegar síðar birti og rofaði til lofts,
sá hún sjálfa sig á grúfu upp í loftinu. — Sá stjörnurnar
speglast í brostnum augum sínum.
Sál er ekkert fyrirbrigði út af fyrir sig og hvergi til án
forms.
Sál er aðeins framkvæmi reynsluvits og eðlishyggju ein-
staklingsformsins, starfar aðeins í sínu formi, en hvergi utan
þess. Lífið sjálft er ódauðlegt og endalaust, og formið fylgii'
því hvarvetna í hamskiptum — i milljónum daglegra krafta-
verka, sem enginn gaumur er gel'inn. Sú er ein tegund ham-
skipta, sem oss er sýnileg og vér köllum dauða. Það er þögnin.
Þar er að verki síungur og sistreymandi sköpunarmáttur gró-
andans. Það er skaparinn.
I hvert sinn, er andinn losnar úr gervi sinu, ónýtist formið
um stund, unz eigendur þess, höfuðskepnurnar, hafa breytt því
í ný form og gervi, sem skaparinn glæðir nýjum anda. Svo
fór og hér. Það, sem kallað er inaður, er náttúrukraftur í sinu
formi, sem erfitt er að ráða við af öðru formi og aldrei getur
samlagazt því. Líf í líkamsformi er því engin dægurfluga, sem
liver og einn getur leikið sér að. Maðurinn er listin i náttúr-
unni, að viðbættri náttúrunni sjálfri og manninum einum og
öllum með.
Þegar einhver Hfskraftur losnar úr ljkamsgervi, eru höfuð-
skepnurnar ávallt viðstaddar ásamt dauðanum, frelsaranum
og skaparanum.
Jörðin sagði: „Ganaðu ekki upp í loftið; ég gef þér fæðuna!“
Loftið sagði: „Loftlaus lifirðu ekki; án mín enginn andar-
dráttur! “