Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 40
216 VÆNGILLINN EIMRBIÐIN' það hálfan dag og réð ekki við neitt, varð að hætta og íá stjórnina öðrum í hendur. Um nóttina hugsaði hann málið og hóf svo á nýjan leik að morgni. Gekk þá allt eins og í sögu. Igor Ivanovitch Sikorsky er brautryðjandi í flugvísindum, talinn maður einrænn og fer sínar eigin götur. Hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1919 frá Englandi, eftir að hafa misst aleigu sína heima í Rússlandi, í byltingunni 1918. Hann setlist að í New York og hafði framan af ofan af fyrir sér með kennslu í stærðfræði og stjörnufræði. Honum tókst að spara saman fáein þúsund dollara og stofnaði með þeirn flugvéla- verkstæði. Nokkru seinna lagði tónsnillingurinn Sergei Rach- maninoff 5000 dollara í fyrirtækið, og Sikorsky launaði hjálp- ina með því að gera Rachmaninoff að varaforseta þess. Fyrir- tækið dafnaði vel, þó að ýmis óhöpp tefðu fyrir, og eftir að Sikorsky fór að framleiða langflugvélar handa Pnn American Airways skorti hann ekki fé. Fyrir noltkru gekk Sikorsky með fyrirtæki sitt inn í United Aircra//-félagið, og er hann nú framkvæmdastjóri hinnar svonefndu Sikorsky-deildar þessa mikla fyrirtækis. Þó að Sikorsky sé raunsær vélfræðingur, þá er hann jafn- framt dulsinni og draumóramaður. Stundum hverfur hann dögum saman, og veit þá enginn, hvar hann heldur sig. Þess- um fjarvistardögum ver hann til að brjóta heilann um erfið viðfangsefni. Hann hefur þá trú, að liugsýnir hans og það, hversu vel honum hafi tekizt að gera þær að veruleika, séu að þakka innblæstri l'rá ókunnum sviðum tilverunnar. Þrot- laus vinna, viljaþrek og þolinmæði hefur einkennt allt hans líf. En hann trúir þvi, að þetta sé ekki einhlitt, ef innsæið skorti. Þetta innsæi telur hann fólgið í eins konar skyggni inn i hið ókomna. Hann hefur ritað 60 hlaðsíðna bók, sem eru trúarlegar og dulrænar hugleiðingar hans um Faðirvorið. Og í þrjú undan- farin ár hefur hann verið að semja bók um baráttuna milh ills og góðs, sem nú fari yfir heiminn í sinni ægilegustu mynd. Hann fæst einnig mikið við stjörnufræði og á sjálfur stjörnu- athuganastöð. í honum sameinast vísindamennska hins vest- ræna heims og dulfræði hins austræna á fágætan hátt. Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.