Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 26
202
VILHJÁLMUIl STEFÁNSSOX OG ULTIMA THULE eimrf.iðin
nefni eru kennd við Papa. Hafi menn búið hcr um marga ára-
tugi fyrir 850, jafnvel þótt það hafi meinlætingamenn verið,
og hafi Pyþeas komið hér ca. 330 f. Ivr. og landið verið fundið
og kunnugt fyrir þann tíma, ef til vill hundruðum og ef til
vill þúsundum ára áður, sjá allir eða ættu að geta séð, hvaða
meining er í því að höggvast í mál og láta sögu íslands byrja
um 850 með landtöku Náttfara þræls og ambáttarinnar í Nátt-
faravík. Að þessu leyti er þessi bók Vilbjálms þörf hugvekja
til sagnfræðinga og fornfræðinga á landi hér.
I síðari hluta kaflans um Pyþeas er safnað saman mörgum
fornum textum um norðurför Pyþeasar, svo og' útdráttum
úr skoðunum helztu fræðimanna um það mál síðar, og rök-
ræðir Vilhjálmur þetta efni. Lesandanum er svo ætlað að
fella dóm. Mun það varla ofmælt, að sérhverjum Islendingi
sé það slcyldur fróðleikur að lesa þessa ritgerð um norðurför
Pyþeasar.
Næsti kafli bókarinnar er um það, hvort Kólumbus hafi
komið til íslands. Það er mál, sem margur íslendingur lætur
sig varða, því áhugi Kólumbusar á að sigla til Ameríku hefst
strax upp úr íslandsferðinni, en cr ókunnur fyrir þann tínia.
og koma Kólumbusar til íslands í landfræðilegum erindum er
næstum sama og, að hann hafi fengið hér tilvísun um Vestur-
heim. Vilhjálmur leggur frain frumheimildirnar um þetta og
skoðanir helztu höfunda og rökræðir þær síðan. Vilhjálmur
virðist ekki vera í nokkrum ela um það, að Kolumbus hafi
komið til íslands.
Þriðji kaflinn heitir: „Hvernig eyddist byggð íslendinga a
Grænlandi? Við grein jiessa munu menn jiykjast hafa ýmis-
legt að athuga. Hér á landi munu menn ekki kannast við það.
að aðrir Norðurlandabúar en íslendingar liafi fundið Vestur-
heim eða komið til Ameríku lyrir 1500, og hví jiá ekki að
nefna j)á réttu nafni? Eigi er Island fyrsta j)jóðveldi í Evrópa.
norðan Mundíufjalla. þar sem j)jóðveldi var hið elzta stjórnar-
fyrirkomulag með goðj)jóð, og Grænland var ekki sérstakt
lýðvehli, heldur íslenzk nýlenda, ófullvalda alþingisþjóðfélag.
tengt við ísland með alveg sama hætti og nýlendur voru við
höfuðlönd meðal norrænna j)jóða. Er gagnslaust að deila a
skýr orð Grágásar og lögbókanna um þetta mál. Á Grænlandi