Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 106
282
RADDIR
EIMBEIÐIN
minna og sífellt kærkominn,
])ví að hann kom með bækur og
var sjálfur síglaður, ræðinn og
fræðandi. Liðu nú, að þvi er cg
ætla, ekki margir dagar, áður
en ég mætti honum i Aðal-
stræti, við gamla kirkjugarðinn
og spurði, hvort hann hefði séð
mynd Ríkarðs af Bólu-Hjálmari.
Hann kvað svo vera. „Virðist
])ér hún lík Hjálmari?" spurði
ég. Þorlákur gekk við gildan
krókstaf. Greij) liann nú um
legginn á stafnum með snöggu
taki og brá honum þannig á
loft, svo að liann lét höndina
nema við vanga sér. „Ekki frem-
ur en stafurinn sá arna“, svar-
aði hann. Tók hann siðan að
lýsa Hjálmari fyrir mér og
sagði þá fyrst: „Það er nú til
að hyrja með, að Hjálmar var
ákaflega hálslangur; það var
geysilegt haf af hvirflinum nið-
ur á axlirnar.“ Að öðru leyfi
eru lýsingar þeiri'a Einars á
honum orðnar svo óljósar i
minni mínu, eftir öll þessi ár,
að ég treysti mér ekki til að
hafa þær eftir, svo að gagni
komi. En ég ætla, að vitnis-
burður þessara tveggja manna
sé ærin sönnun þess, að hin
umtalaða mynd beri í engu svip
Bólu-Hjálmars. Ilún á þvi ekki
heima í ritum hans. Þar með er
vitaskuld enginn dómur yfir
lienni felldur sem listaverki.
Ástæðan til þess, að ég rifja
'þetta upp núna, er sú, að ný-
lega var i blaði einu, Tíiyanum,
minnzt á mynd þessa sem væri
hún í raun og veru af hinu
nafntogaða skáldi. En það væri
fjarri sanni að ala á þeirri hug-
mynd, og her að leiðrétta slíkan
misskilning.
Reykjavik, 21. júni 1943.
Snæbjörn Jónsson.
Otto Luihn.
I april—júnihefti Eimreiðar-
innar 1942 — eða fyrir réttu
ári síðan — birtist alllöng og
bráðfyndin gainansaga eftir
norska rithöfundinn Otto Luihn.
Sagan hét: Byggðn hús þitt sjálf-
ur og nnin það eina, scm til cr á
ísjenzku eftir þenna skémmtilega
og snjalla höfund, sem nú er
látinn i Stokkhólmi 53 ára að
aldri, eftir margvíslegar hörni-
ungar í hinu hertekna föður-
landi sínu, að því sem frá er
skýrt í Norsk Tidend frá 5.
níaí þ. á.
Otto Luihn var ekki aðeins
snjall rithöfundur, lieldur einn-
ig fjölhæfur blaðamaður, tók
mikinn þátt í verkamannahreyf-
ingu Norðmanna, og eftir að
Þjóðverjar réðust inn í Noreg,
varð hann einn þeirra, scin
reyndust þeim erfiðastir við-
fangs, Það fór líka svo, að hann
var handtekinn og sendur 1
fangabúðir og þrælkunarvinnu.
Eftir að hann slapp þaðan, varð
hann að fara huldu höfði, þ'*
Gestapo var jafnan á hæhim
honum. I.oks komst liann m