Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1943, Page 18

Eimreiðin - 01.07.1943, Page 18
194 VILHJÁLMUR STEFÁNSSON OG ULTIMA THULE iíimhhidin hörðum árásum á Vilhjálm, og ég held, að svo að kalla enginn hafi viljað fallast á skoðanir hans á þessu. Var ekki laust við, að þessi réttsýni drægi heldur úr áliti Vilhjálms eins og drengileg sjómennska Bjarna Herjólfssonar úr heiðri hans forðum. Voru sumir (t. d. Danir) að vona, að Vilhjáhnur mundi draga eitthvað úr eða falla alveg frá þessum skoðunum sínum, er hann fyndi, hversu köldu andaði „að handan“. En þeir höfðu vissulega farið villtir vegar, er bjuggust við, að Vil- hjálmur Stefánsson lagaði álitsgerðir sínar eftir því, hyað aðrir vildu heyra. Ekki varð Vilhjálmi þokað um eitt fótmál, og ekki er ég sannfærðari um nokkurn hlut en þann, að álit Vilhjálms á þessu er rétt. Stórkostlega athygli vöktu um allan heim kenningar Vil- hjálms um kosti og auðæfi hinna norðlægu landa. Þóttu þetta tákn og stórmerki og var varla hiklaust trúað af öllum. En nú mun enginn mæla því í gegn. Rússar hafa hagnýtt sér þessar kenningar Vilhjálms með mjög góðum árangri, og hið mikla álit, sem Vilhjálmur er í með Rússum, bendir ekki á, að þá hafi kalið af ráðum lians. Vilhjálmur benti á það fyrstur manna, að höfuðflugleiðir milli stærstu staða á norðurhveli jarðar mundu i framtíðinni liggja um norðurheimskautið eða nágrenni þess, og að erfið- leikar við að fljúga þessar leiðir væru hvorki miklir né óyfir- stíganlegir. Flestir munu nú orðnir sammála honum um þetta. Vilhjálmur Stefánsson hefur verið öflugur málsvari liinna norðlægu landa og þeirra manna, er þau byggja. Hefur hann gengið svo langt í því, að fyrir það eitt mundi nafn hans vera uppi og í miklum heiðri haft, meðan lönd þessi verða byggð- Vilhjálmur velúr sér oftast það hæga og góða lilutskipti að koma fram sem heimsborgari, en oftast annars sem Banda- ríkjamaður. Hann er Bandaríkjaþegn, og skyldurækni hans og fórnfýsi fyrir Bandaríkin virðist takmarkalaus. Sem rithöfundur ber Vilhjálmur Stefánsson ægishjálm yln' alla aðra norðurfara, enda er hann skáld gott, en ekki mun það títt um slika menn, siðan íslendingar hættu norðurferð- um. Húgkvæmni Vilhjálms er óþrjótandi og stíll hans hinn glæsilegasti. Er Fjölnismenn eru nefndir, blaktir hvít-blái fáninn fyi’H'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.