Eimreiðin - 01.07.1943, Qupperneq 18
194
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON OG ULTIMA THULE iíimhhidin
hörðum árásum á Vilhjálm, og ég held, að svo að kalla enginn
hafi viljað fallast á skoðanir hans á þessu. Var ekki laust við,
að þessi réttsýni drægi heldur úr áliti Vilhjálms eins og
drengileg sjómennska Bjarna Herjólfssonar úr heiðri hans
forðum. Voru sumir (t. d. Danir) að vona, að Vilhjáhnur
mundi draga eitthvað úr eða falla alveg frá þessum skoðunum
sínum, er hann fyndi, hversu köldu andaði „að handan“. En
þeir höfðu vissulega farið villtir vegar, er bjuggust við, að Vil-
hjálmur Stefánsson lagaði álitsgerðir sínar eftir því, hyað
aðrir vildu heyra. Ekki varð Vilhjálmi þokað um eitt fótmál,
og ekki er ég sannfærðari um nokkurn hlut en þann, að álit
Vilhjálms á þessu er rétt.
Stórkostlega athygli vöktu um allan heim kenningar Vil-
hjálms um kosti og auðæfi hinna norðlægu landa. Þóttu þetta
tákn og stórmerki og var varla hiklaust trúað af öllum. En nú
mun enginn mæla því í gegn. Rússar hafa hagnýtt sér þessar
kenningar Vilhjálms með mjög góðum árangri, og hið mikla
álit, sem Vilhjálmur er í með Rússum, bendir ekki á, að þá
hafi kalið af ráðum lians.
Vilhjálmur benti á það fyrstur manna, að höfuðflugleiðir
milli stærstu staða á norðurhveli jarðar mundu i framtíðinni
liggja um norðurheimskautið eða nágrenni þess, og að erfið-
leikar við að fljúga þessar leiðir væru hvorki miklir né óyfir-
stíganlegir. Flestir munu nú orðnir sammála honum um þetta.
Vilhjálmur Stefánsson hefur verið öflugur málsvari liinna
norðlægu landa og þeirra manna, er þau byggja. Hefur hann
gengið svo langt í því, að fyrir það eitt mundi nafn hans vera
uppi og í miklum heiðri haft, meðan lönd þessi verða byggð-
Vilhjálmur velúr sér oftast það hæga og góða lilutskipti að
koma fram sem heimsborgari, en oftast annars sem Banda-
ríkjamaður. Hann er Bandaríkjaþegn, og skyldurækni hans
og fórnfýsi fyrir Bandaríkin virðist takmarkalaus.
Sem rithöfundur ber Vilhjálmur Stefánsson ægishjálm yln'
alla aðra norðurfara, enda er hann skáld gott, en ekki mun
það títt um slika menn, siðan íslendingar hættu norðurferð-
um. Húgkvæmni Vilhjálms er óþrjótandi og stíll hans hinn
glæsilegasti.
Er Fjölnismenn eru nefndir, blaktir hvít-blái fáninn fyi’H'