Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 30
206
Á SÍLDVEIÐUM
EIMHHlÐlN
Það er hlý og mild júlínótt. Skip okkar klýfur sjóinn i
mynni Reykjarfjarðar. Við erum á útleið eftir að hafa landað
úr fullu skipi um kvöldið. Gjögur er á vinstri hönd, göniul
og merk veiðistöð, með rústum sínum og minningum. Eu við
gefum því lítinn gaum, sem fyrir augun ber. Skipstjóri er
sjálfur við stýri, en við þrír hásetar, sem eigum vöku saman,
höfum ærið að starfa við að þvo og hreinsa skipið eftir lönd-
unina. Fyrst hreinsum við þilfarið og síldarskilrúmin yel og
vandlega. Síðan er farið í lestina og henni gerð sömu skik
Þegar allt er hreint orðið og komið í réttar skorður, bregðum
við okkur aftur í eldhúsið, skerpum undir katlinum og hit-
um kaffisopa. Að því búnu tekur einn við stýrinu, en hinii'
standa hjá honum í brúnni og spjalla um eitt og annað. Fyrr
en varir er komið að vökuskiptum. Skreppur þá einn okkav
undir þiljur til að vekja þá, sem við eiga að taka. Brátt koina
þeir upp með stírur í augum og leysa okkur af verðinum-
Við skundum sem fljótast til liásettaklefa, færum okkur m'
yfirhöfn og stigvélum, en leggjumst að öðru leyti fullklæddn
í fletin. Við vitum það af reynslunni, að kallið getur koiniö*
hvenær sem er, og þá er betra að vera fljótur að komast a
sinn stað.
Nóttin líður, og það tekur að rnorgna. í hásetaklefanum
sofa allir sem fastast og njóta hvíldarinnar, meðan kostur ei-
En nú líður óðum að því, að komið sé á síldarmiðin. Alh 1
einu kemur einn varðmanna skálmandi fram þilfarið, snarat
opnum dyrum hásetaklefans og kallar niður þrumuröddu:
Slaka bátunum! Strax og hann hefur sleppt orðinu, er all
komið á tjá og tundur. Menn vakna með andfælum, snara a*
sér sænginni og þjóta út úr fletunum. Það er hinn niesh
móður í öllum. Þeir hrifsa til sín stígvélin og bregða ser ]
yfirhafnirnar af mikiíli skyndingu. Allir vita, að nú má enga'1
tíma missa. Síldin biður sjaldan eftir þeim, sem seinlátir exu-
Menn ryðjast að stiganum og hlaupa upp sem skjótast. Hvt]
rekur harðlega á eftir öðrum. Að andartaki liðnu eru aH11
komnir aftur á bátaþilfar. Þar hanga nótabátarnir í ugh'10
sinum, annar á stjórnborða, hinn á bakborða. í bátum þeSS
um er veiðarfærið, hin fræga herpinót. Sinn helmingur nótai
innar er í hvorum hát, en miðjan liggur á milli þeirra, lneI