Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 19

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 19
EIMREIÐIN V1 +) ÞJÓÐVEGINN 243 sem afsanni þörfina á djarfmannlegri og drengilegri ákvörðun okkar sjálfra í þessu vandamáli. Alþingi mun fyrir nálega ári hafa samþykkt, að ieita skuli eftir því, að ísland verði tekið í tölu sameinuðu þjóðanna. Það er vita- skuld hláleg fjarstæða að hugsa sér, að íslenzka þjóðin geti nokkurn tíma orðið árásarþjóð. Hún er og verður í varnar- aðstöðu, vill hafa frið til að lifa áfram. En með samþykkt þessari hefur alþingi gefið í skyn, að um raunverulegt hlut- leysi íslendinga geti ekki verið að ræða í ófriði. Enn sem komið er veit enginn hversu fer um hið nýja þjóðahandalag og öryggisráð þess. Hitt vita aftur á móti allir fslendingar, að land þeirra liggur innan þess svæðis, sem um langt skeið hefur verið umráðasvæði Breta í ófriði og nú einnig Banda- ríkjanna í Norður-Ameríku. f orðsendingu forseta Banda- ríkjanna, er þau tóku að sér hervernd fslands 7. júlí 1941, segir, að hervernd þeirra hér sé gerð með þeim skilniugi, að strax og núverandi hættuástandi í milliríkjaviðskiptum sé lokið, skuli allur lierafli og sjóher hverfa á brott héðan. Ekkert hefur enn komið fram opinberlega um, að ekki verði staðið við þessi heit. Nú er nýkomin tillaga til þingsályktunar í sameinuðu alþingi, frá Gísla alþingismanni Sveinssyni, þar sem lagt er til „að fela ríkisstjórninni að leita samkomulags við hlutað- eigandi ríki mn meðferð flugvalla og annarra mannvirkja, sem lierstjórnir Breta og Bandaríkjanna hafa látið gera á Islandi undangengin styrjaldarár og eigi hefur verið ráð- stafað.“ f greinargerð með tillögunni bendir flutningsmaður á það tvennt, að ekki tjói að láta þessi mál reka á reiða mn óvissan tíma, heldur beri að semja um þau þannig, sem „bezt má að haldi koma sjálfstæði og sönnu öryggi hins íslenzka lýðveldis.“ Mim sennilega mega vænta upplýsinga í stað orð- róms við umræður á alþingi um þessa tillögu. Öll þessi mál varða alþjóð, enda er frelsi hennar undir því komið, að hún sé á verði og standi saman um raunsæja lausn til öryggis því sjálfstæði, sem miði til fullveldis í raun og sannleika, en sé ekki aðeins nafnið tómt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.