Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 33

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 33
EIMREIÐIN UM KIRKJUR 257 leikstarfsemi og byggir nú frá grunni „þjóðleikliús“. Og þó O'nrgviðrast menn og velta vöngum t. d. yfir því, hvernig eigi að koma upp liöfuðkirkju landsins. Um kirkjubyggingarmálið verður að setja gagnger lagaboð, svo sem liér er nú stofnað til. Mun mikils við þurfa, ef fram á að ganga málið, og verða menn að vera við því búnir, að ýmsir ahrifamenn reyni að „losna við“ það með einhverjum liætti. Að síðustu ætti þetta að vera undir sjálfu landsfólkinu komið, því að hér heitir að vera lýðræðisríki. Ef málið, sem vænta mætti, verður tekið upp aftur í þingi, er auðvelt að bæta það í orðalagi, sem eigi þætti fullskýrt nú, og til þess ber að gera athugasemdir, ef þurfa þykir, að lagfæring megi af þeim leiða án þess að brjála efni málsins og sjálfsagðan tilgang. En hann er sá, að ríkið kosti að mestu leyti kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar (að % hlutum); liitt annist söfnuðirnir um. Eignir kirknanna fylgja þeim að sjálfsögðu og ganga til þeirra barfa (m. a. í byggingarkostnað). Söfnuðir leggja og til land undir kirkjuliúsin, ef með þarf. Áætlun skal gerð fyrir 5 ára tímabil í senn um aðkallandi bygging kirkjuhúsa í landinu, og skulu þau feist í ákveðinni röð, en fyrir þessu standa biskup og húsameistari ríkisins, og verður það í samvinnu við ldutaðeigandi safnaðar- stjórnir. Þegar ákvörðun er um slíkt tekip, skal til þess veita í fjárlögum. Vel vönduð að öllu leyti skulu guðshúsin vera, og u,lt það annað, er til notkunar þeirra þarf, á ríkið að leggja til að sínum ákveðna liluta. — Kirkjurnar skulu vera á valdi safn- aðanna eftir sem áður, og viðliald þeirra livílir líka á söfnuðun- Um, en til þess ganga kirkjugjöld svo og til kostnaðar við sjálfar tíðagerðirnar. Að öðru leyti annast söfnuðurinn eða safnaðarmenn u sniar spýtur alla sérstaka prýði við kirkjur sínar, sem bæði er leskilegt að gert sé meira að en almennt liefur verið, og einnig U1ga menn að vera þess betiir umkomnir, er af þeim er létt miklum kostnaðarbyrðum vegna liúsbyggingar o. s. frv. Sérstök ákvæði og eðlileg hefur frv. að geyma um það, ef frí- Eirkjusöfnuður myndast á löglegan liátt, þar sem þjóðkirkju- söfnuður hefur áður verið. Ul þess að nauðsynlegar kirkjubyggingar falli ekki niður, Uleðan stendur á þesum lagatilbúnaði, er sett í bráðabirgðaákvæði, U® Þær geti komið undir lögin á sínum tíma. 17

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.