Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 41

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 41
EIMREIÐIN DRENGUR GÓÐUR 265 — Þetta er auðvitað stórsaknæmt fyrir báða parta. Ég veit ekki, livaða viðurlög eru við því nú. Þess vegna kom ég nú hingað; — mér er meinlaust við Odd greyið, eiginlega meira en það; — mér er vel við liann, — og mér datt í hug, að þið Valgeröur, — 6att að segja — einkum hún —, sæjuð einhver ráð út úr þessu. — Oddur flúði til mín, og það hefur víst alltaf verið svo með okkur Islendinga, allt frá fornöld, að ef menn liafa flúið til okkar, jafnvel óbótamenn — þá liefur það þótt ódrengilegt að reyna ekki að veita eitthvert liðsinni. — Fóstri minn hló kuldalega. — Jú, ég skil þig, Böðvar, sagði hann. Þér gegur ekki annað en gott til, að vilja bæta úr þessum óliöppum, enda ert þú sjálfsagt maður til þess og þið Þórdís. En hitt orkar nokkuð meira tvímælis, hvort þú vex nokkuð við það að koma fleiri mönnum í vandræði ykkar Odds, vinar þíns. — Ég lief ekki sagt Þórdísi neitt enn þá, sagði Böðvar og talaði jafn rólega og áður. — Ég þóttist vita, að ykkur Valgerði væri vel til Þóru, síðan hún var liér í fyrravetur, og eins og ég sagði þér áðan, þekki ég ráðhyggni ykkar og góðvild, sérstaklega Val- gerðar, konu þinnar, — þú fyrirgefur, Hákon, — konur eru alltaf snjallari og úrræðahetri í slíkum málum sem þessu. Ef til vill hefði ég átt að bíða heimkomu liennar og segja þér ekkert fyrr. Nei, sagði fóstri minn og var nú rólegri. —Það var gott, að þú sagðir mér þetta strax, Böðvar minn. En það — þetta, kom mér nokkuð á óvart, ekki með Odd þennan, en með stúlkuna. Já, mjög á óvart. — Hann var nú aftur staðinn á fætur og gekk um gólf. ■— Ég get nú ekki annað séð, en að hér séu ýmis úrræði, þó aldrei verði þetta að fullu lagað. — Það fannst mér líka í fyrstu, sagði Böðvar, — og okkur Oddi, en við nánari athugun virtust stórgallar á þeim öllum.--------- I sama bili var liurðin á herberginu opnuð og Valgerður, fcstra mín, kom inn. — Er hún hafði heilsað bónda sínurn og Böðvari, gekk hún að rúmi mínu og laut ofan að mér. Enga manneskju lief ég metið meira og unnað innilegar en fóstru minni. Þó var ég svo for- vitinn um afdrif máls þess, er verið hafði til umræðu og svo óðfÚ8 að fá að heyra tillögur fóstru minnar, að ég lézt sofa vært. Hún tók í hönd mína og þreifaði á slagæðinni. — Hann virðist hafa nokkurn liita, sagði hún, — én það er gott.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.