Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 47

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 47
EIMREIÐIN DRENGUR GÓÐUR 271 kona finni til, þegar fólk fer að vorkenna lienni. Þú fórnar miklu, — ég veit það, — en það er nú þannig með okkur karlmennina, þótt ljótt sé, að við erum eins og vaxnir upp úr skömmínni. Hún leggur meira í sölurnar en þú. Annars er þessi hjálp ykkar hjónanna svo stórkostleg og óvœnt, að ég varla trúi því enn, að slík stórmennska eigi sér stað í veruleikanum. ■—• Ég vil lielzt, að við látum nú útrætt uin þetta mál, sagði fóstri minn þreytnlega, — og snúum okkur að einhverju öðru um- talsefni.“ Rmiólfur þagnaði og horfði fram sveitina. —- Sólin var nú gengin nndir fjöllin, og skuggar færðust vfir landið. Hátt yfir okkur gnæfðu hamrarnir, sem bærinn dró nafn af. Sólin skein enn á þá, fögrum Ijóma. Ég fór að liugsa um það, að þarna, á þessum slóðum, liöfðu gerzt miklir atburðir í sögu landsins allt frá fornöld. Og enn voru að gerast miklir og örlagaríkir atburðir — í lífi einstaklinganna. Þarna út frá var stórbýlið Grund, sem brennt hafði verið í lieiðni og margir menn látizt. — Þarna var Tröllakleif, sem fræg var í þjóðsögum, — en þó einhver fótur fyrir þeim sögum, — þarna skarðið, þar sem liúsfreyjan unga frá Víðisundi hafði hitt elskliuga sinn úr dalnum liinum megin — og þar sem dys þeirra sést enn, — þarna frammi á eyrunum höfðu þeir barizt á Sturlúngaöld; — örlagarík orrusta frá þeim tímum, er erlent vald var að teygja klærnar hingað,--------ald- irnar flugu gegnum liuga minn og urðu að augnablikum. — „Sagan er ekki alveg búin enn,“ sagði Runólfur loks. — „Þetta fór allt eins og fóstra mín liafði ráðgert. — Þóra fluttist strax að Urðardal til þeirra Þórdísar og Böðvars, eftir að fóstri minn hafði farið fram eftir og talað við þau lijónin. Þórdís var frænka lians og tók hana þegar að sér af mikilli ástúð. Þar fæddi hún dóttur síðari hluta vetrar. — En um vorið fékk liún lungnabólgu og dó. — Þá reið fóstra mín fram eftir og sótti barnið. Síðar lét bún hana kalla sig mömmu, er lnin fór að tala, og betri móður en fóstru mína gat enginn átt. Uppruni og ætterni litlu stúlk- unnar féll í gleymsku; allir litu á liana sem dóttur Flughamra- hjónanna. Heimurinn okkar liér fékk önnur viðfangsefni að tala um og dæma. María í Austurdal varð ekki langlíf; hún lifði dóttur sína aðeins tvö ár, og Oddui- hinn fagri hvarf suður aftur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.