Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 50

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 50
274 DRENGUR GÓÐUR J31MREIÐIN Og ég lield, að það sé ómögulegt að finna meira til blygðunar og smánar en ég gerði, þegar Þóra þakkaði mér, grátandi, fyrir göfugmennsku mína, — þegar ég sá hana, — í síðasta sinn. — Hér þagnaði fóstri minn og stundi þnngan. — Áreynslan við að tala og að segja mér frá þessu liafði auðvitað fengið mjög á liann. Ég tók í liöndina á lionum, þessa liönd, sem áður hafði verið þykk og sterk, en var nú grönn og máttvana. Ég gat ekki svarað honum með öðru. Lengi sat ég þannig í myrkrinu og vissi ekki livort hann vakli eða mókti. — En það gerði ekkert til. Ég hafði tekið á mig þann hluta af lífsbyrði hans, sem ég gat, og ég fann, að hann vissi það.- Hálfum mánuði síðar dó liann. — Enn leið tugur ára og nokkur ár að auki. Þá var það eitt sinn, að ég kom heim úr löngu ferðalagi. Það var fagurt vorkvöld, eitt af þesum kvöldum, sem eru ógleymanleg •—• stund, sem verður svo áhrifamikil í huga manns, að hún endist allt lífið, augnablik, sem ekki líður, lieldur verður að eilífð á jarðneskan mœlikvarða — að minnsta kosti. Meira yil ég ekki segja — því ég veit ekki meira. — Þórdís, uppeldissystir mín, var þá tuttugu og þriggja ára gömul. Hún liafði verið í kvennaskóla í Reykjavík og eftir það í hús- stjórnarskóla í Svíþjóð í tvö ár. Við vorum fyrir löngu trúlofuð, og vissi fóstra mín það. En mér fannst þetta löng bið og var orðinn ergilegur og óþolinmóður. En þetta kvöld, þegar ég kom heim, — þá var hún komin, óvænt, — fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. — Þegar ég kom utan með hlíðinni, sá ég hvar hún kom lilaup- andi út túnið á móti mér í hvítum kjóli. — Ég stökk af baki, skildi hestana eftir og hljóp á móti henni. — Ég geri ráð fyrir, að fóstra mín, blesuð gamla konan, liafi orðið dálítið útundan lijá okkur það kvöld. — En hún skildi, að æskan er oft eigingjörn og vanþakklát. Þegar sólin var gengin langt til norðurs, kom ég út. Þá sá ég, að gamla konan var að rölta upp túnið, — upp að heimagraf- reitinum, þar sem Hákon, fóstri minn, hvíldi í gröf sinni — einn ennþá. — Ég gekk þegar upp eftir lil liennar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.