Eimreiðin - 01.10.1945, Side 56
EIMREIÐIN
Fágæi frændrækni.
v Eftir J. Magnús Bjarnason.
Þegar ég, nú á síðari árum, rifja upp í huganum ýmsar
endurminningar frá æskuárum mínum í Nýja-Skotlandi, hugsa
ég stundum til manns nokkurs, sem ég kynntist ofurlítið, þá er
ég var blaðadrengur í Halifax. Það var sumarið 1879, og ég
var þá nýkominn á fjórtánda árið. Og allan þann tíma, sem ég
var þá í Halifax, hélt ég til hjá frændkonu minni, Jófríði, sem
bjó með tveimur börnum sínum í litlu liúsi í útjaðri borgar-
innar. Hún var ekkja, og liún liafði ofan af fyrir sér og börn-
unum með því að þvo og sauma og bæta fyrir nágrannakonurnar.
í þetta sinn fór ég til Halifax af því, að ég hafði von um að
komast þar í vinnu hjá kaupmanni nokkrum, sem verzlaði með
leirker og steinvöru. En þegar ég kom á lians fund, virtist Iion-
um ég ekki nógu stór og sterklegur til þess, að takast það starf
á hendur, og varð ég að snúa aflur, með sár vonhrigði, til
frændkonu minnar. — En ég átti heima lijá foreldrum mínum
í íslenzku nýlendunni á Elgsheiðum, og var ég búinn að vera
þar í næstum fjögur ár og hafði gengið í skóla í þrjú ár.
„Þó að leirkerakaupmaðurinn gengi á bak orðum sínum með
það, að taka þig í þjónustu sína,“ sagði Jófríður, „þá gæti samt
skeð, að þú kæmist að sem vikadrengur eða sendisveinn hjá
einhverjum öðrum kaupinanni liér í Halifax. Reyndu að fara í
ýmsar búðir, þar sem nýlenduvörur og álnavörur eru á boð-
stólum, og bjóddu þig fram kurteislega og hógværlega.“
Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar. Næsta morgun lagði ég
af stað inn í borgina, gekk í hverja búðina eftir aðra, og einnig
inn í mörg verkstæði og margar skrifstofur og bauð mig fram
sem vikadreng eða sendisvein. Ég gekk um borgina í þessum
erindum á liverjum degi í heila viku. En það kom fyrir ckki.
Enginn þurfti minnar þjónustu við.
„Nú sé ég ekki annað ráð vænna fyrir þig,“ sagði frændkona
mín, „en að þú kaupir þér nokkur eintök af kvöldblaðinu og