Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 68

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 68
EIMREIÐIN Úr garði margra grasa. LjócS og stökur eflir Grétar Fells. I GRASGARÐINUM. Sjálfsagt má að mörgu hérna finna. — En málsbót nokkra ég að vísu tel, að fá eru strá í garði grasa minna, sem gleypa má. Þau þurfa að tyggjast vel! BREKKAN. Á Brekku voru hjónin lieldur háskalega sundurleit. Hann við eina fjöl ei felldur, fremur kaldur, — hún var eldur, hann úr kaupstað, hún úr sveit! Hann var borgarbúi réttur, bókamaður, unni list. Hann var eins og liella sléttur, hún sem úfinn brunaklettur, — veðrabrigða rúnum rist! Bónda sinn hún brennheitt kyssti. I blíðu sinni var hún heit. Allt liún taumhakl á sér missti, ef að hana reiðin gisti, — þá hún reif og barði og beit! Þar sem heppnast það ei mengi, þó að brosi vonin ung, að láta hjartans hörpustrengi hljóma saman, verður lengi hjónabandsins brekka þung!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.