Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 89

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 89
EIMRFIÐIN Úlafur Lárusson: BYGGÐ OG SAGA Rvk. 1944 (Isafoldarprentsm. h.f.). Bók þessi er safn ritgerða, sem höf. hefur birt í ýmsum tímaritum og fjalla að'allega um efni úr byggðar- sögu landsins eða sögu einstakra hyggða og býla, bæja- og byggða- nöfn og önnur örnefni, þó að víðar sé við komið. Ritgerðirnar í þessari bók eru tólf að tölu, og eru fyrirsagnir þeirra sem nú skal greina: Ú byggSarsögu tslands — EySing Þjórsárdals ■— Hversu Seltjarnarnes byggSist —- Kirknatal Páls bisktips Jónssonar — Undir Jökli: Ýmislegt um BárSar sögu Snæfellsáss — Árland — Þing Þórólfs Mostrarskeggs — Elzta óSal á tslandi — GuSmundur góSi í þjóS- trú Islendinga — Nokkur byggSa- nöfn — Kirkjuból — Hítará — Síð- asta ritgerðin liefur ekki birzt annars staðar á prenti. Hér verður ekki rakið efni ritgerð- anna, en aðeins drepið á fáein atriði. Höf. ræðir skoðanir fræðimanna um fólksfjölda hér á landi í lok landnámsaldar. Björn M. Ólsen á- œtlaði hann 60 000, Bogi Tli. Melsteð 18 000, en norski sagnfræðingurinn Muncli aðeins 6 000. Sýnir höf. fram a það með ljósum rökuni, að íbúa- tala landsins þá lilýtur að liafa verið langt fyrir neðan 60 000, en reynir ekki að reikna út, hver liún hafi verið, enda mun það vera ógerningur. Höf. rreðir einnig bændatal Gissurar bisk- ups fsleifssonar, er hann lét telja alla bændur, sem þingfararkaupi áttu að gegna, skömmu fyrir 1096, en það ár voru tíundarlög sctt. Ari fróði segir, að þeir væru 4560 alls á land- inu, og greinir tölu þeirra í bverjum fjórðungi sérstaklega, en aðeins i stórum liundruðum heilum, og segir sig sjálft, að hún getur ekki verið ná- kvæm í öllum fjórðungunum. Eins og liöf. segir, verður það eitt með vissu leitt af þessu manntali, „að þá var hér á landi allfjölmenn stétt sæmilega efnaðra miðlungsbænda“. Honum þykir sennilegt, að níu bænd- ur af herjum tíu hafi verið svo efn- um búnir, að þingfararkaupi skyldu gegna, en ef til vill er þetta full- mikil trú á almenna velmegun þeirra tíina. Höf. virðist gera ráð fyrir átta manns á heimili til jafnaðar. Sé hændatali Ara fylgt og gert ráð fyrir, að þingfararkaupsbændur hafi verið 9/10 allra bænda landsins, ætti mann- fjöldinn samkæmt þessu að hafa ver- ið rúmlega 40 000. Bent skal á þá athugun höf., sem vafalaust er rétt, að tíundarlögin frá 1096 og auðsöfnun kirkna og kirkju- staða hafi orðið undirrrót þeirrar eflingar höfðingjavaldsins, sein Sturl- ungaöldiu ber vitni uin. Sú skoðun höf., að eyðing Þjórs- árdals hafi orðið um miðja 11. öld, mun mega teljast úrelt samkvæmt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.