Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 95

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 95
eimreiðin RITSJÁ 319 lagsins. Aftur á móti fylgja engar skýringar með vísunum í þessari Njáluútgáfu, og er það galli, livað sem allri stafsetningu líður. Uin hitt hlutverk þessarar útgáfu, „að vera góður gripur“, er það að segja, að víst fer vel á því, að vandað sé til hókar sem Njáiu, slíkl inerkis- rit sem liún er. Verður heldur ekki annað sagt, en að þessi útgáfa sé liin glæsilegasla að ylra útliti. pappír þykkur, letur smekklegt og form sem á Viðeyjarútgáfu biblíunnar. Um myndirnar, sem textanum fylgja, er það að segja, að þær virðast niér sum- ar mjög sæmilegar, aðrar hefðu gjarn- an mátt missa sig. Hugleiðingar út- gefanda um skáldskapar- og sann- fræðigildi Njálu eru nokkuð út í hötl. Enn er nieð öllu ósannað mál, að Njála sé fyrst og fremst skáldrit. Það er kunnugt, að uppi er — og hefur verið — hópur manna, sem reynt hef- ur að gera sem minnst úr sannfræði- gildi íslendingasagna yfir höfuð. En kenningar þeirra eru aðeins tilgátur, hvað sem takast má síðar nð sarinu i þessum efnum. Sv. S. Jónas Stefánsson frá Kuldbak: UR ÚTLEGÐ. Winnipeg 1944. Kvæðaliók þessi er gefin út á kostnað Sigfúsar S. Bergmanns og tileinkuð honum. Höf. er alkunnugt Ijóðskáld meðal Vestur-íslendinga. Hann fluttist lil Vesturheims 1918, þá um þrítugt, og hefur jafnan kennt sig við Kaldbak í Suður-Þingeyjar- sýslu, þar sem hann er fæddur. Um ást hans á gamla landinu og þrá hans til að fá að sameinast aftur heima- þjóðinni gefur kvæðið „Óður átt- hagans“ góða hugmynd. Ljóðin lýsa næmgeðja sál, opinni fyrir vandamálum lífsins, djúpri löngun til að kryfja þau vandamál til mergjar og hera mörg með sér ást á karhncnnsku og þrótti. Sem dæmi um það síðast nefnda má nefna kvæðið „Ég ann þér“, sem byrjar á þessa leið: Ég ann þér, sem áveðra stendur í illhryssing köldum og kveinstafi hyrgir í barini, þó hylurinn liarðni. Ég ann þér, sem þorið og þroskann í þögnina sækir, þó líkama og sál þinni svíði, þú segir ei neinum. Lausavísur höfundarins eru margar smellnar. Um ferskeytluna er þessi vísa: Ferskeytlan sinn fána har fljót í andans brýnum. Aldrei meira mannvit var mælt í fjórum línum. Ljóðelskir landar hér austan Iiafs- ins munu liafa ánægju af að kynu- ast þessari hók. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.