Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 59

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 59
eimreiðin ÍSLAND 1946 211 til útlanda og birgðir af nauðsynjum landsmanna gengið fyrr og °ftar til þurrðar en ella hefði orðið. Á árinu voru fluttir út 31,675 póstbögglar, en aðeins 2,486 á næst síðasta árinu fyrir nýafstaðna beimsstyrjöld. Nálega allur þessi varningur fór til Danmerkur °g Færeyja, eða 22,360 póstbögglar. Verklegar framkvœmdir urðu allmiklar á árinu. Til nýrra akvega var varið 9,8 millj. kr. (1945: 7 millj. kr.) og til nýrra brúa nál. 3 millj. kr. Til viðhalds vega fóru um 12 millj. kr. og til véla- og áhaldakaupa nál. 1 millj. kr. Ákveðið var að leggja hýjan veg frá Reykjavík austur á Suðurlandsundirlendið, frá Lækjarbotnum um svonefnd Þrengsli, og á liann að verða full- gerður árið 1953. Vlugsamgöngur jukust mjög á árinu, bæði innanlandsflug og til útlanda. Flugfélag Islands átti í lok ársins 7 flugvélar, og Loft- leiðir h.f. átti 5 flugvélar í árslok. Flogið var alls á árinu 808,730 Lm. vegalengd (633,675), og tala farþega innanlands var 15,299 (H»470). Flugfélag Islands liélt einnig uppi flugferðum til Lrestwick á Skotlandi og til Norðurlanda, og leigði til þeirra lerða flugvélar frá skozku félagi. Lokið var við að byggja Vest- mannaeyjaflugvöllinn og hann tekinn í notkun í nóvember. Handaríkjaflugvélar liéldu uppi reglubundnum flugferðum milli Áineríku og Evrópu með viðkomu á Keflavíkurflugvellinum, en hann var afhentur íslenzku stjórninni 25. október 1946, eftir að !un hafði gert samning við Bandaríkin um afnot af vellinum sambandi við skuldbindingar þeirra um lierstjórn og eftirlit í ýzkalandi. Samningur þessi gildir í 5 ár frá gildistöku lians, en ma að þeim tíma liðnum endurskoðast eða verða úr gildi felldur. lleyk j avíkurf lugvöllinn afhentu Bretar íslenzku ríkisstjórninni 1 Júlí 1946. Siglingar milli Islands og annarra landa annaðist Eimskipafélag ®lands. Auk þess liéldu 4 erlend félög uppi ferðum milli Islands °8 útlanda. Alls urðu þessar ferðir 142 (81), þar af 22 frá Ameríku °g 120 frá Bretlandi og meginlandi Evrópu. Auk þess fóru skip ^Lipaútgerðar ríkisins 5 ferðir á árinu milli Islands og Evrópu. erðir frá Evrópulöndunum skiptust þannig: Skip Eimskipa- l^lagsins fóru 33 ferðir, leiguskip þess 28, Hvassafell, hið nýja skiP Sambands íslenzkra samvinnufélaga, 2, og erlend skipafélög I

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.