Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 86

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 86
238 RITSJÁ EIMREIÐIN bætt, að því er handrit séra Skúla snertir. Og þegar ráðizt verður í þriðju útgáfuna af Þjóðsögum Jóns Árnasonar, má vænta þess, að hún verði gerð með nákvæmum saman- burði við öll frumrit. Halldór Pétursson hefur gert teikn- ingarnar, sem prýða bókina. Þær eru 19 að tölu og yfirleitt vel gerðar. Teiknarinn hefur lifað sig inn í anda þjóðsagnanna, sem hann er að skýra með myndum sínum. Sem dæmi má nefna snakkinn á tcikningu gegnt bls. 94. Hvort hann er ekki líkur því, sem við hugsuðum okkur hann, þegar við í æsku lásum fyrst um þann kyn- lega náunga! Bók þessi er sannnefnd skrautút- gáfa, eitt fróðlegt sýnisliorn þess, hversu gömul og gulnuð hlöð, krotuð í umkomuleysi hins fróðleiksfúsa manns liðinna tíða — og lítt búna að tækjum — taka sig út á verð- bólgutímum fimmta tugs tuttugustu aldarinnar, efir að hafa verið dubbuð upp og endurnýjuð fyrir sameiginlegt átak lærdómsmanns, listamanns og ötuls útgefanda og með öllum nú- timatækjum prentlistarinnar. Kverið er XIX + 140 bls. og kostar í bandi kr. 100.00. Sv. S. Þórir Bergsson: HINN GAMLI ADAM. Sögur. Rvík 1947 (Bók- fellsútgáfan). Þetta er fimmta bók Þóris Bergs- sonar og hefur inni að halda 12 smásögur. í fyrstu sögunni — Svik- inn hlekkur — leiðir tvíþætt við- hurðarás, sem er haglcga rakin, til geigvænlegs atburðar. Vanræksla í skyldustörfum verða orsök að dauða sjúklings. Sagan flytur áminningu og lærdóm fyrir lífið sjálft — og á sér því miður of mörg fordæmi í veruleikanum. Svo er um allar sögur Þóris Bergssonar, að þær hafa eitt- hvert erindi að flytja — stundum viðvörun — þær eru því ekki aðeins skemmtilestur, heldur og gagnlegur lestur. Mannlýsingar hans verða margar minnisstæðar, og túlkanir lians á liugsunum og sálarlífi sögu- persónanna fá lesendurna til að liugsa sjálfa. Það er ekki víst, að þeir verði höfundinum alltaf sam- mála. Þannig mun margur nema staðar eftir lestur sögunnar HrœSsla og spyrja sjálfan sig, hvort hún se sennilcg, jafnvel efast um að svo se. preud myndi hafa talið liana senni- lega og skýrt út frá sinum kenn- ingum, eins og t. d. minnimáttar- kennd Freysteins í Fjallskógum 1 samnefndri sögu síðast í bókinni. En livort sem lesandinn fellst á skýr- ingar Freuds og hans fylgismanna eða ekki, þá hefur liöf. valið ser þarna, eins og oftar, umhugsunar- vert efni og krafið til mergjar á sinn sérstaka hátt. Sögur Þóris Bergssonar eru spennandi í bezta skilningi orðs- ins, því þær þroska livorttveggja> ímyndunarafl lesandans og dóm- greind hans. Síðasta sagan í þessari bók er ein með bezt rituðu sögum höf., að öðru leyti en niðurlaginU- Ilún minnir að því leyti á ófullg^' verk, að endirinn er í molum. Ef vill kemur hann að fullu síðar, 1 framlialdi nýrrar sögu. Þórir Bergsson er mest lesni sma sagnahöfundurinn hér á landi, sem nú er uppi. Þessi nýja hók mun enn aulca vinsældir hans að verðleikum- Sv. S. Helgi Valtvsson: A DÆLAMÝRUM OG AÐRAR SÖGUR. Ak. (NorSri). Höfundur þessarar hókar er sl< tugur 25. október í ár. Hann t0 /

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.