Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Page 17

Eimreiðin - 01.04.1957, Page 17
ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Á HLÖÐUM 89 Og á sextugsafmæli bónda síns kvað hún: Sendir angan sólheið strönd, í sælufang mig langar. Við skulum ganga hönd í hönd, horfa og langa þangað. ■Állt heimilislíf þeirra hið ytra og innra einkenndist af umnningarbrag, þar sem iðni, nægjusemi, sparnaður og þrifn- aður réðu ríkjum. Allt var þar fágað og hreint. Það var varla, að hefilspa^nirnir af bekknum hans Halldórs leyfðu sér að ^jðka utan við hrúguna, þar sem þeir áttu heima. Og aldrei v°ru þau hjónin iðjulaus. Þó var ætíð tóm til að fagna góðum gestum og ræða við þá, bæði í gamni, en einkum þó um áhugamálin, sem voru mörg. Bæði unnu þau skáldskap og höfðu hug á ýmsum vandamálum mannlegs lífs, og ræddu Pau þá hluti bæði við aðra og sín á milli af djúpri hugsun °g rökvísi. Og mikið mátti annríki Halldórs vera, ef hann ^eú ekki upp frá smíðunum og gaf sér tóm að hlusta og íhuga, ef Ólöf kallaði í hann til að segja honum frá einhverju nýju, seiu hún var ag jesa j þann svipinn. Stefán Stefánsson skólameistari, sem var þeim nákunnugur, segir svo: „Þau yuunu færri einbýlisdalakotin, þar sem jafnmikið er lesið, Jafnmikið hugsað af skynsamlegu viti og jafnmikið ort eins °g 1 kotinu hennar Ólafar á Hlöðum og „fóstra“ hennar.“ Ég eló, að stóru heimilin í fjölbýlinu, þar sem saman voru otnnir lærðari menn og þeir, er meira gætti í þjóðlífinu en Peirra hjóna, hefðu líka mátt vara sig í þeim efnum. Og eiukum voru þau hjón mjög frábitin öllu fánýtishjali. LJÓÐAGERÐ. Suemma mun Ólöf hafa tekið að fást við vísnagerð. í ■•^ernskuheimilinu" segir hún, að það hafi verið ein af skemmtunum þeirra systkinanna í bernsku að „skandérast", -.bjuggum við þá oft sjálf til vísur, ef okkur vantaði stafi, því . Aestöll gerðum við vísur á þeim árum og þótti nærri eins sjálfsagt eins og að geta talað. Sum systkinanna voru talin ag*ega hagmælt síðar meir.“ Sýnir þetta, hversu mjög hag-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.