Eimreiðin - 01.05.1960, Side 12
100
EIMREIÐIN
íturvaxinn undramaður,
að ytra borði hýr og glaður.
Innra grúfði angur, kvöl.
Einhvemtíma, utar hlynum,
öldubörðum, fjarri vinum,
dæmdur bana að drekka öl.
Öllum vildi greiða gera,
gjama með þeim sorgir bera,
— bar þó áður ærið nóg.
Gamanyrði átti á tungu,
ef til vill er sárast stungu
sálarkvalir og sviptu ró.
Þannig virtist þessi maður
þeim, er fljótt hann litu: Glaður,
æðmlaus við alla í sátt.
Svo var og, að óvin eigi
átti Jón á fömum vegi.
Stríddi liann við stærri mátt.
Oft var kalt við ósinn mikla.
— Enga þurfti galdralykla
að komast með í kofann hans.
Er hann kom svo klakabarinn
kveiktur var hinn hlýi arinn:
Hjartaylur mikils manns.
Rúgbrauð, hákarl, rikling bauð hann,
reyktan lax, á meðan sauð hann
silung veiddan sama dag.
Aldrei betri át ég krásir,
ungan sel og feitar gásir.
Veitt var gest með gleðibrag.
Hygg ég að hans heillastundir
hafi verið slíkir fundir
er þítt hann hafði hélað brjóst.