Eimreiðin - 01.05.1960, Qupperneq 90
178
EIMREIÐIN
reynslunni ríkari. Fáir eru þeir
réttir, sem úr fiski eru gerðir, sem
komast til jafns við flök af fersk-
um, hráum túnliski. Eru þau skor-
in af hryggjarstykkinu, síðan skreytt
með grænni piparrót og sojabauna-
sósu.
En fyrst við erum að tala um
fæðu úr sjónum, megum við ekki
gleyma að geta Jress hnossgætis, er
prýðir matborð flestra Japana. Það
eru hinar ljúffengu Jjangvöfflur.
Japanir ganga að mat sínum á
mjög skemmtilegan og jafnframt
hagkvæman hátt. Þeir nota liashi,
eða matprjóna, en hvorki hníf, gaff-
al né skeið. Það er svo auðvelt, að
jafnvel óhancllægnustu útlendingar
eru búnir að læra að borða með
hashi eftir tvær eða þrjár máltíðir.
Sjálfir segja Austurlandabúar að
langtum auðveldara sé að hand-
leika þá, en hníf og gaffal, og má
þar við bæta, að ekki þarf að nota
nema aðra hönd til að halda á
borðbúnaðinum.
Þeir, sem eru óhemju hreinlátir,
eða latir við uppþvottinn, geta bara
fleygt notuðum hashi-prjónum og
notað nýja við hverja máltíð, þeir
kosta aðeins fáeina aura. Aðrir,
sem það vilja, geta átt sína sérstöku
prjóna, og einkenna margir þá með
skrautlegu merki, svo allir megi
þekkja þá frá matprjónum annara
heimilismanna. Notkun haslii-
prjónanna urn meir en tvö þúsund
ára skeið, hefur sannað notagildi
þeirra. Hinsvegar voru hnífar og
gafflar ekki fundnir upp fyrr en á
átjándu öld.
H UGVITSSEMI
AUSTURLANDABÚA
Japanir hafa í mörgum tilfellum
fundið einfalda lausn á ýmsuffl
þeirra margþættu vandamála sem
mannkynið hefur átt við að stríða.
Víða með þjóðum hafa ferðalög
ýmislega fyrirhöfn í för með sér. í
Japan losa menn sig iðulega við
mikinn hluta af Jieirri fyrirhöfn
með Jjví einu að hafa með sér
furoshiki. Orðrétt Jrýðir nafnið
„baðklæði" og er sprottið af þeim
forna sið Japana, að sveipa klæði
um fatnað sinn, meðan menn Jrógu
sig og hvíldu í almenningsbaðhús-
inu.
Furoshikinn er ferliyrndur klút-
ur venjulega með skrautlegu
mynstri. Er hann framleiddur í
ótal stærðum, allt frá þrjátíu senti-
metrum upp í hálfan fjórða nietra
á hverja hlið. Fer Jrá stærð klútsins
eftir því, hversu mikið Jiarf að
bera í hvert sinn. Þegar klúturinn
er ekki í notkun, er hann brotinn
saman og lagður til hliðar, eða
borinn í vasanum, ef um lítinn
furoshiki er að ræða.
Oft vefja ferðamenn svefndýnu
sinni og sængurfötum inn í furo-
shiki sinn og bera svo allt á öxlinni-
Húsfreyjan hefur furoshilii sinn
með sér þegar liún gengur í búðir-
Hún veit sem er, að einu gildir
hversu mikið hún kaupir, hún kern-
ur
»tc
miðju klútsins, brýtur svo hornin
hvort að öðru og hnýtir þau saffl-
an. Að því búnu getur hún hvort
því öllu í þessa breytilegu
k.u“. Hún leg'g'ur vöruna i