Eimreiðin - 01.05.1960, Side 102
190
EIMREIÐIN
sannfærandi á lesandann sem skyldi.
Bezta sagan heitir Kjörgripur, og minn-
ir á Septemberdaga að efnismeðferð.
Lýst er bilinu milli drauma æsku-
mannsins og uppfyllingar þeirra. Þegar
það styttist, missa draumarnir ljóma
:sinn, og verður því lítils vert, að þeir
rætist. Líkt og í Septemberdögum styðst
höfundur efalaust við sjálfs sín reynslu
eða annað, sem hann þekkir mjög vel.
Annars væri sagan varla jafnsönn og
trúverðug sem hún er. Þessi trú-
mennska við öfgalausan raunveruleik-
ann gefur sögunni líf og fylld. Aðrar
beztu sögurnar eru BróÖurást og Blind-
ur maður að vestan, enda af hófsemi
sagðar. Prýðing þeirra er öfgalaus
kímni.
Ég hygg, að Einar Kristjánsson ætti
að skyggnast rækilegar í sjálfs sín barm
eftir söguefnuin. Mun honum þá auðn-
ast að skrifa aðrar sögur á borð við
Septemberdaga og þennan Kjörgrip —
— eða þaðan af betri.
Þ. G.
NYT FRA ISLAND, 2. hefti 1. árg.
Útgefandi Dansk-islandsk samfund.
Á síðastliðnu ári lióf félagið Dansk-
islandsk samfund útgáfu á myndar-
legu tímariti, sem ber nafnið Nyt fra
Island, en ritstjóri þess er kunnur Is-
landsvinur, Bent A. Koch. Ráðgert er
að í árganginum verði tvö liefti, og er
■síðara hefti 1. árg. nýlega komið út.
Eins og nafnið bendir til, fjallar rit-
ið um íslenzk málefni, enda að mestu
leyti skrifað af íslendingum, og eru
greinarnar flestar miðaðar við það að
kynna dönskum lesendum íslenzk
menningarmál og framfarir á landi
hér. í hinu nýútkomna hefti af Nyt
fra Island, er ítarleg grein um
Reykjavík og þróun byggingarmál-
anna í liöfuðborginni, eftir Hörð
Bjarnason húsameistara ríkisins, og
fylgja greininni margar rnyndir-
Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra
ritar grein um íslenzk efnahagsrnál,
Gunnlaugur Scheving um Kristínu
Jónsdóttur listmálara, og biskupinn,
hr. Sigurbjörn Einarsson, grein cr
hann nefnir Skálholt — norrænn helgi'
dómur. Rekur hann þar sögu Skál-
holtsstaðar og greinir frá þeim írarn-
kvæmdum, sem nú eru liafnar til upP"
byggingar staðarins.
En Danir leggja ritinu einnig til
efni, sem íslendingum mun leika hug-
ur á að kynnast. Erik Sönderhohn,
lektor í dönsku við Háskóla íslands
ritar í þetta liefti grein um prófessor
Einar Ól. Sveinsson, og síðast en ekki
sízt má nefna ljóðaþýðingar eftir Poul
P. M. Pedersen, er birtir þarna þý®‘
ingar á átta íslenzkum ljóðum eftir
fjögur skáld, Davíð Stefánsson, Tómas
Guðmundsson, Matthías Jóhannessen
og Hannes Pétursson.
f inngangsorðum að kvæðunum, er
Poul P. M. Pedersen nefnir Nyt fra
Islands digtning, rekur hann í stórum
dráttum þróunina í íslenzkri ljóðagerð
síðastliðin fjörutíu ár og getur nokk-
urra skálda er fram hafa komið á þessu
tímabili, en í niðurlagi greinarinnar
segir hann frá þvi, að hann hafi í und'
irbúningi stóra sýnisbók fslenzkra
ljóða frá 1918-1960 og muni hann
velja og þýða ljóðin, en meðal þeiH‘*
verði þau ljóð, sem hann birtir nu 1
Nyt fra Island. Ennfremur segir frann
að Ragnar Jónsson muni láta mynC1
skreyta sýnisbókina, prenta hana °%
gefa út á forlagi Helgafells. Meða
þeirra kvæða, sem birtast í þýðingn
Poul P. M. Pedersen í Nyt fra Islan ;
er kvæði Davíðs Stefánssonar „Eg sig 1
í haust“ og skal það tekið hér upp
sem sýnishorn: