Eimreiðin - 01.05.1960, Qupperneq 37
EIMREIÐIN
125
Dýrmæti faðir! ei af ætt
eða verðskuldun neinni minni,
heldur af dyggð og háu sinni
sem himinn yður fékk innrætt;
svo hefst og lyktar sérhvert ár,
seðst ég og gleðst af yðar gáfum;
mun það ei ljós af himni háfum
sem högum mínum yfir stár?
Alltaf finnst mér, að Jónasi
hljóti að hafa komið þetta í hug,
er hann orti um séra Tómas.
Annars var ekki ætlunin hér að
§era samanburð á séra Jóni og
hðrum skáldum, og skal aftur vik-
að skáldinu sjálfu. — Það orð
la jafnan á, að hann væri kven-
hollur í meira lagi og reyndi hann
Slzt að draga úr þeim orðrómi, er
Þó ekki ólíklegt, að honurn hafi
^kað hann rniður. Séra Jóni hefur
Verið það fullljóst, er norður kom,
mikið mundi skrafað í hljóði
Ulri þenna prest, sem tvívegis liafði
Verið sviptur hempunni vegna
ðarneigna. Ekki var til neins að
kera af sér, reyna að verja sig,
Það magnaði aðeins bálið. Fólkið
vildi hafa hann manna kvensam-
astan og hví skyldi hann þá ekki
^á þessu öllu upp í gaman og lofa
lessuðu fólkinu að tönnlast á
1,lergjuðmn vísum? Séra Jóni lief-
Ur Hka verið það fullljóst, að aldrei
S^ti hjá því farið, að honum yrðu
^ghuð börn bústýrunnar á Bægisá,
elgu Magnúsdóttur, hvort sem
rett væri eða ekki. Hví þá að berja
ðfðinu við steininn? Hann lætur
sJalfur líklega, þegar sá gállinn er
'' llQnum, ber og stundum af sér.
kki er ólíklegt, að honum hafi
' erið nokkur fróun í að leika svo
tvíræðan leik: liann átti kirkjuyfir-
völdunum grátt að gjalda. En hvað
sem um þetta er, þá ól hann upp
tvö „fósturbörn", sem liann svo
kallaði Margréti og Jón, böm
fyrrnefndrar Helgu. Margrét varð
mikilhæf kona, fríð sýnum og vel
að sér. Aíkomendur hennar hafa
verið hagmælskir. Jón, hitt fóstur-
barn séra Jóns, var og skáldmælt-
ur, varð prestur, og er margt manna
frá honum komið.
Séra Jóni hefur látið einkar vel
að yrkja um börn og fyrir börn,
og væri vel við hæfi, að eitthvað
af þeim ljóðum prýddi lesbækur
barna. Eftirfarandi kvæði gefur
hann Margréti í nýjársgjöf, er
hún varð þriggja ára;
Komdu til mín, kona góð,
kættu mér í geði.
Þér á ég að þakka, fljóð,
það, sem ég hef af gleði.
Öll er von ég elski þig,
yndisperlan ljúfa.
Aðrir flestir angra mig,
en aldrei þú, mín dúfa.
Þér þó goldin umbun er
öllu minni en skyldi.
Fyrirmunar fátækt mér
að fóstra þig sem vildi.
Sá, sem gladdi með þér mig
mitt í þrautum nauða,
elski, blessi og annist þig
eins í lífi og dauða.
Eina vildi ég eiga mér
ósk, þegar raunir vakna,
að við hvorugt annars hér
örends þurfum sakna.