Eimreiðin - 01.05.1960, Qupperneq 21
EIMREIÐIN
109
ekki um það að dæma, hvort liann hefur fest sjónir á mér sem mjög
^skilegum samherja eða eins konar eftirmanni til að flytja þetta
niál málanna. En ég skal nú — og tel raunar skyldu mxna — að
túlka í fám orðum rök hans ekki fyrir öðru lífi eftir þetta, heldur
mikilvægi þess, að öllum íslendingum, öllum sem þessa jarðkringlu
byggja, yrðu kunn þau óyggjandi sannindi að hans dómi, að mað-
urinn lifði eftir dauðann og bæri þar ábyrgð orða og gerða, án þess
að þar væri þó búinn sá háski eilífrar útskúfunar, sem áður hafði
verið boðaður:
Við lifum á öld rannsókna, gagnrýni, vísinda, nýrra og nýira
Uppgötvana — og á slíkum tímum er tilgangslítið að fara að fólk-
Utu veg trúarinnar. Ef sá vegur væri farinn, yrði ögun og uppeldi
helzt að grundvallast á því, sem áður leiddi af sér harðúð, vonleysi
°g kvalalosta — Þorgerðar-hugarfarið, Ólafar-hendurnar, sem sé
hina strax í bernsku innrættu trú á eilífa útskúfun, „á logandi hel-
Vl'tið undir“, eins og Þorsteinn Erlingsson orðaði það, og þessu yrði
að fylgja bann gegn lestri ákveðinna rita og kynningu af vissum
uýjungum og hugsunum, svo sem dæmi sértrúarflokkanna sanna.
Eu slíkt uppeldi — eins og líka hin einstrengingslegu sjónarmið
Uazisma og kommúnisma úti í veröldinni — er í fyllsta ósamræmi
yið trúna á mótun mannanna til sjálfsábyrgra persóna og á þróun
þeirra til aukins þroska, en hins vegar er nauðsynlegt, á tímum
tnargvíslegra nautna, hraðfara breytinga og geipilegs andlegs og
veraldlegs umróts, að maðurinn hafi einhverja óhagganlega kjöl-
iestu skyldu og ábyrgðar, sem ekki aðeins taki til augnabliksins,
ekki til stundarinnar, ekki dagsins, ársins, ævinnar hér á jörðunni,
heldur eilífðarinnar — maðui'inn, þjóðin og mannkynið. Og ég
fann greiniega, að hann hafði þokazt frá hinu lítt takmarkaða um-
^urðarlyndi, sem hann hafði boðað áður fyrrum til aukinnar
abyrgðar, krafna og skyldna — ekki sízt með ugg í augum og hjarta
frá einræðis- og sefjunarstefnum seinustu áranna, sem hann lifði —
að ótti hans um velferð smælingjanna og siðferðilegan og menn-
lngarlegan þroska einstaklingsins var á ný vakinn og orðinn hon-
um brennandi umhugsunarefni. í sögu sinni Reykur — þessari ör-
stuttu sögu — er hann engu síður harðdæmur um ónærgætna og
gtunnfæra hofróðu lxinna síðustu tíma, heldur en um Þorgerði
°g Ólöfu — nema síður sé, því að þar lætur hann ekki skína í neina
afsökun, hvað þá fyrirgefningu.
Hann var realistinn fram til hins síðasta — ef til vill Danvinist-