Eimreiðin - 01.05.1960, Side 83
FJARLÆG lönd og ÞJÓÐIR I.
Erlendum manni, sem búið hafði
1 Japan um margra ára skeið, fór-
Ust einhverju sinni orð á þessa leið:
’^Bezti og tryggasti vinurinn, sem
eg hefi átt nreðai Japana, sagði við
mig rétt áður en hann lézt fyrir
«iörgum árum: „Þegar þú hefur
gert þér það Ijóst, eftir svo sem
Jjögur eða fimm ár, að þú færð
yfirleitt ekki skilið hina japönsku
Pjóð, byrjarðu fyrst að þekkja eitt-
hvað til hennar“.“
Japanskir iifnaðarhættir höfðu
Ullnið hug þessa rithöfundar, og
enda þótt hann hefði dvalizt bæði
1 Evrópu og Ameriku, hafði hann
tekið mestu ástfóstri við þessa aust-
Urlenzku þjóð.
^ htann sótti um japanskan ríkis-
°rgararétt, kvæntist japanskri
t°nu og tók upp japanskt nafn.
egar hann var hniginn á efri ald-
tn» fann hann sig þó knúðan til
a skrifa á þessa leið: „Síðan ég
viðurkenndi sannleikann í ummæl-
um vinar míns — síðan ég komst
að því, að ég fæ yfirleitt ekki skilið
hina japönsku þjóð — finnst mér
ég eiga hægra með að semja þessa
ritgerð."1)
Ýmsir fleiri hafa komist svipað
að orði um Japan. Ástæðan er með-
al annars sú, að þetta land hefur
verið algerlega einangrað frá vest-
rænunr menningarstraumum um
margar þúsundir ára. Erfðavenjur
Japana eru ákaflega ólíkar vestræn-
um háttum. Þær eru þeim fjar-
skyldari en menning Grikkja og
Rómverja var.
Vesturlandabúar fá ekki skilið
japanska háttu. Eigi að síður gera
þeir sig seka um mikinn misskiln-
ing, ef þeir álíta þessa austrænu
menningu „gamaldags", eða telja
1) Ritgerðin nefndist Japan: An In-
terpretation, eftir Lafcadio Hearn.