Eimreiðin - 01.05.1960, Qupperneq 35
EIMREIÐIN
123
um hafi gætt allt til þessa dags, og
ttiunu þau þó ekki sótt milliliða-
laust til séra Jóns. Þótt hann sé nú
að mestu gleymdur er þó langt því
frá, að ástæðan sé sú, að Ijóð hans
^éu yfirleitt svo fornyrt. Mörg
þeirra, og þá ekki sízt Ijóð þau,
sern hann kvað um börn, gætu ver-
ort í dag. Er illa farið, að yngsta
kynslóðin skuli ekki fá að kynn-
ast lærirneistara skáldanna Bjarna
Thorarensens, Bólu-Hjálmars og
Jónasar Hallgrímssonar, en þeir
§engu allir meira og minna í skóla
hjá séra Jóni. Þótt oft kunni að
°rka tvímælis um bein áhrif, get-
Ur hitt ekki dulizt neinum, hvílík
áhrif Ijóð séra Jóns hafa haft á
nærngeðja, skáldhneigða unglinga,
Sem voru að vaxa upp á síðari ár-
Uru hans.
Jónas Hallgrímsson er tólf ára,
þfgar séra Jón andast. Hann er
sóknarprestur Jónasar og gamall
Jmur foreldra hans. Jónas er far-
1Uu að bera sig að yrkja barn að
aldri, og má fullyrða, að engin
!íóð hafi honum kunnugri verið
en Ijóð prestsins síns. Það liggur í
augum uppi, hvílík lyftistöng þau
iafa orðið honum ungum og
°reyndum, orðið til að þroska
skáldgáfu hans, ýtt undir hann að
gera betur og orðið honum hvöt til
rekari þjálfunar. Hitt er svo ann-
mál, að Jónas fór sínar eigin
eiðir með aldri og þroska.
Eftir Jónas hafa varðveitzt aðeins
''’:er vísur frá bernskuárum hans,
'isan, sem hann orti um fötin sín
°g svo sú, er hann kvað um svang-
1,11 maga og mjólkurlöngun. Séra
Jón orti líka vísu um húfuna sína
ungur að árum: /
Týnt hefur húfu sinni sá
seggur Jón frá Teigi;
hana aldrei hitta má
hér þó út af deyi.
Jónas segir:
Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka, nýta,
húfutetur, hálsklút þó,
liáleistana hvíta.
Mál er í fjósið! Finnst mér langt.
Fæ ég ekkert o’n-í mig?
Æi, lífið er svo svangt.
— Enginn étur sjálfan sig!
Um síðustu ljóðlínuna í síðari
vísu Jónasar má segja, að það er
eins og hún sé klippt einhvers stað-
ar út úr ljóðum séra Jóns. Jónas
hefur verið gamansamur að eðlis-
fari, og ljóð séra Jóns hafa glætt
kímnihneigð hans. Jónasi hefur
orðið allt það, sem bjartast er yfir
í skáldskap séra Jóns, hugstæð-
ast, þar sem aftur á móti Bólu-
Hjálmar virðist mest hafa grætt á
því gagnstæða. Kvæðið Óskaráð og
sum ljóð Jónasar um skólabræð-
ur sína minnir mig og á kvæði
Bægisárprestsins. Þegar strákurinn
er í Jónasi, nýtur hann prestsins
síns einnig. Annars er víða auðsætt,
hve Jónas hefur verið kunnugur
ljóðum séra Jóns, enda stóð til, að
hann byggi heildarútgáfu á ljóð-
um hans undir prentun, útgáfu
þá, er Jón Sigurðsson vann að, en
vinir Jónasar, þeir séra Þorsteinn
Helgason og séra Þorgeir Guð-