Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 58
146
EIMREIÐIN
um, veitti liann ekki frekari mót-
stöðu.
En Kasíma gerði glappaskot.
Hún var reið við myndhöggvarann,
sem hafði virt blíðu hennar að vett-
ugi, og nú lét hún mannskemmandi
orð falla í hans garð. Hún hefði
sennilega komist klakklaust út úr
því, enda þótt Faraó hnyklaði
brýrnar ískyggilega, en hirðmærin
hætti sér út í það að gera óviðeig-
andi athugasemdir í þessu sam-
bandi um þá veru, sem enginn má
nokkru sinni sýna hinn minnsta
skort á virðingu — drottninguna.
— Þetta er nóg, sagði Faraó
hörkulega. — Ég vil ekki heyra
meira. Farðu nú til kvennabúrsins.
Kasímu varð hálfhverft við, er hún
lét sig síga niður úr hægindinu. Og
þegar hún sá, hvað Faraó var ákveð-
inn á svipinn, kvaddi hún og fór.
Augu Faraós lýstu því, að hon-
um þætti þetta leiðinlegt, en það
var ekkert hik í rödd hans, þegar
hann kallaði á hermanninn.
Kasíma kom aldrei til kvennabú-
staðanna þá nótt — og aldrei fram-
ar.
Sólin skein á veggina í sal drottn-
ingarinnar. Litlu fiskarnir syntu í
geislunum, og yfir þeim veifuðu
fuglarnir sólfáðum vængjum.
Nesaru drottning sat í sæti sínu.
Næfurþunn skikkja féll að líkama
hennar og gaf til kynna hið gullna
hörund. Tarharka var ekki með
sjálfum sér. Fingur hans skulfu,
þegar hann lagði síðustu hönd á
myndina. — — — Og sú mynd!
Slíkt hafði aldrei sézt í Egyptalandi.
Hér voru engir liefðbundnir and-
litsdrættir, mótaðir eftir ævagöml-
um venjum egypzkrar myndlistar,
andlitið var eðlilegt, svipurinn fag-
ur og lifandi.
— Það er búið, sagði Tarharka-
— Ég ætla að líta á myndina,
sagði Nesaru.
Takara sneri myndinni, svo að
hún gæti séð hana.
— Oooo! sagði hún. — O-o!
Hægt og tígullega steig hún nið-
ur úr hásæti sínu og nálgaðist
myndina.
— Er ég svona, Tarharka? Svona
áköf á svipinn? sagði hún og hlo
við. — Ég lít út eins og ég vilj1
horfa framundan — langt inn 1
ókomna tímann. En þá myndi ég
ekki framar vera falleg, Tarharka.
----Þú áttir ekki að láta mig horfa
inn í framtíðina.
— Þú eldist aldrei, sagði Tar-
harka. Ég gerði það sem ég gat til
að gera þessa mynd eðlilega, en hún
er samt ekki nálægt því nógu falleg-
Þú ert of falleg til að mótast í stein
eða leir.
— Og nú, sagði Nesaru, — kein-
ur þú aldrei hingað framar.
Það leið skuggi yfir brúnu aug-
un hennar, og htin lagði hönd á
hjartastað. Tarharka gat engu orð1
upp komið. Hann starði á hana,
harmþrunginn á svip. — Þú verður
að kveðja fyrir fullt og allt, sagði
Nesaru.
Orðin runnu út í þögnina eins
og höfug tár.
Með grátinn í hálsinum féll Tar-
harka allt í einu á kné, vafði örm-
unum utan um hana og þrýstl