Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Page 58

Eimreiðin - 01.05.1960, Page 58
146 EIMREIÐIN um, veitti liann ekki frekari mót- stöðu. En Kasíma gerði glappaskot. Hún var reið við myndhöggvarann, sem hafði virt blíðu hennar að vett- ugi, og nú lét hún mannskemmandi orð falla í hans garð. Hún hefði sennilega komist klakklaust út úr því, enda þótt Faraó hnyklaði brýrnar ískyggilega, en hirðmærin hætti sér út í það að gera óviðeig- andi athugasemdir í þessu sam- bandi um þá veru, sem enginn má nokkru sinni sýna hinn minnsta skort á virðingu — drottninguna. — Þetta er nóg, sagði Faraó hörkulega. — Ég vil ekki heyra meira. Farðu nú til kvennabúrsins. Kasímu varð hálfhverft við, er hún lét sig síga niður úr hægindinu. Og þegar hún sá, hvað Faraó var ákveð- inn á svipinn, kvaddi hún og fór. Augu Faraós lýstu því, að hon- um þætti þetta leiðinlegt, en það var ekkert hik í rödd hans, þegar hann kallaði á hermanninn. Kasíma kom aldrei til kvennabú- staðanna þá nótt — og aldrei fram- ar. Sólin skein á veggina í sal drottn- ingarinnar. Litlu fiskarnir syntu í geislunum, og yfir þeim veifuðu fuglarnir sólfáðum vængjum. Nesaru drottning sat í sæti sínu. Næfurþunn skikkja féll að líkama hennar og gaf til kynna hið gullna hörund. Tarharka var ekki með sjálfum sér. Fingur hans skulfu, þegar hann lagði síðustu hönd á myndina. — — — Og sú mynd! Slíkt hafði aldrei sézt í Egyptalandi. Hér voru engir liefðbundnir and- litsdrættir, mótaðir eftir ævagöml- um venjum egypzkrar myndlistar, andlitið var eðlilegt, svipurinn fag- ur og lifandi. — Það er búið, sagði Tarharka- — Ég ætla að líta á myndina, sagði Nesaru. Takara sneri myndinni, svo að hún gæti séð hana. — Oooo! sagði hún. — O-o! Hægt og tígullega steig hún nið- ur úr hásæti sínu og nálgaðist myndina. — Er ég svona, Tarharka? Svona áköf á svipinn? sagði hún og hlo við. — Ég lít út eins og ég vilj1 horfa framundan — langt inn 1 ókomna tímann. En þá myndi ég ekki framar vera falleg, Tarharka. ----Þú áttir ekki að láta mig horfa inn í framtíðina. — Þú eldist aldrei, sagði Tar- harka. Ég gerði það sem ég gat til að gera þessa mynd eðlilega, en hún er samt ekki nálægt því nógu falleg- Þú ert of falleg til að mótast í stein eða leir. — Og nú, sagði Nesaru, — kein- ur þú aldrei hingað framar. Það leið skuggi yfir brúnu aug- un hennar, og htin lagði hönd á hjartastað. Tarharka gat engu orð1 upp komið. Hann starði á hana, harmþrunginn á svip. — Þú verður að kveðja fyrir fullt og allt, sagði Nesaru. Orðin runnu út í þögnina eins og höfug tár. Með grátinn í hálsinum féll Tar- harka allt í einu á kné, vafði örm- unum utan um hana og þrýstl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.