Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 66
154
EIMREIÐIN
Ég hef séð grá regn hrannast að bylgjum
fórna upp sinum tœrðu og veiku örmum
til að verða ekki hremmd af fleti steinsins
sem limlestir pau án þess að drekka blóðið.
Þvi að steinninn safnar frœjum og skýjum,
lœvirkjabeinum og rökkurúlfum;
en gefur ekki hljóma, né kristal, né eld,
en nautatorg og nautatorg og nautatorg án veggja.
Á steininum liggur nú Ignacio, gimsteinn fœddur.
Svo varð hans endir; hvað er að? sjáið þið andlitið;
dauðinn hefur pakið það gulum fosfór
og sett á hann dökkt minotárshöfuð.
Svo varð hans endir. Regnið smýgur um munn hans.
Ólmt loftið skilur við brjóst hans fallið,
og Ástin, gegndrepin tárum frostsins,
yljar sér á bökum nautahjarðanna.
Hvað eru þeir að segja? Lamandi þögn rikir.
Við erum hér með likama í andarslitrum,
velsköpuð form, sem áttu sér nœturgala
og sjáum þau þekjast ómœlissárum.
Hver hnökrar dúkinn? Orð þeirra eru ekki sönn!
Hér er enginn með söng eða grát i horni,
né keyrir spora, né ógnar höggorminum:
hér vil ég aðeins hin galopnu vökulu augu
svo þau sjái þennan likama án vonar um hvíld.
Hér vil ég sjá menn styrkra radda.
Þá, sem temja fáka og sigra fljót;
Þá, sem vöðvar binda og syngja
með munnfylli af tinnu og sól.