Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Side 38

Eimreiðin - 01.05.1960, Side 38
126 EIMREIÐIN Þegar Jón íæddist yrkir skáldið þessa tvíræðu vísu og lieíur brosað í kampinn, er honum varð hugsað til umtalsins, er hún væri komin á allra varir: Á Bæisá ytri borinn er býsna valinn kálfur, vænt um þykja mundi mér mætti ég eiga ’hann sjálfur. Eins og fyrr segir, mátti Jón prestur ekki eiga hann, enda þótt hann hafi átt hann. Faðir hans var í kirkjubókum sagður Sigurð- ur nokkur Hálfdanarson. Þegar minnzt er á það við séra Jón, að Jón fóstursonur hans líkist ekki Sigurði föður sínum, verður ekki kornið að tómum kofunum hjá presti: Hvað er á móti hann sé faðir Helga þar sem móðir varð? — Báðir eru brattnefjaðir, báðum er í höku skarð, báðir hafa líka lund, lestrar báðir tíðka stund, hár lítið á höfði bera. Hvorugur mun skarpur vera. Séra Jón mun liafa fylgzt vel með menntun þessara fósturbarna sinna. Þegar nafni hans fer að draga til stafs, verður honum af munni: Svei, og fjandinn, hvaða, hvaðal Hver hefur mokað þennan flór? Margoft eftir mykjuspaða myndarlegra sá ég klór. — Betur skrifa krumma klær, klaufir nauts og apatær. Því er Kollur látinn lifa, fyrst læra vill hann ekki að skrifa? Þetta sýnishorn um þessa tegund skáldskapar séra Jóns verður að nægja. Árið 1797 eða 1798 fótbrotnaði séra Jón og varð fóturinn aldrei jafngóður. Gigt og helti þjáði hann jafnan síðan. Féll honum heltin ákaflega þungt, hann yrkir mjög um hana í gamni, skírir fæt- ur sína ýmsum nöfnum, dregur spá af, þegar í lærið tekur, hefur heltina að gamni eins og fátækt- ina stundum. Víst er honurn fróun að hafa verið fengnar Jrær „bölva bætur“ að geta borið harm sinn upp fyrir kvæðadísinni, og liann færir hana í hátíðabúning, velur honum hlátraham, allajafna. Það er eins og hann sé hér feim- inn við bermælgina, enda mun ekki trútt um, að heltin hafi sært hann jafnmikið andlega sem lík- amlega. Svo kvenhollur sem hann var kallaður alla ævi hlaut hann að vilja ganga í augu kvenna og fegurðarhneigð hans svo næm, að honum hlaut að vera raun að bækluninni. Einhverjir verða til að hlæja að honum á bak. Hann verð- ur jafnvel spéhræddur. Eitt sinn er séra Jón staddur á Akureyri. gamall og haltur, sér hann þá, að einhver er að lienda gaman að helti hans og líkja eftir göngulag- inu: Honum rennur í skap °S kveður: Þú, sem mæddum manni geð meiðir án saka og raka, annað eins liefur áður skeð og þú rækir niður hnéð á kaldan klaka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.