Eimreiðin - 01.05.1960, Side 38
126
EIMREIÐIN
Þegar Jón íæddist yrkir skáldið
þessa tvíræðu vísu og lieíur brosað
í kampinn, er honum varð hugsað
til umtalsins, er hún væri komin á
allra varir:
Á Bæisá ytri borinn er
býsna valinn kálfur,
vænt um þykja mundi mér
mætti ég eiga ’hann sjálfur.
Eins og fyrr segir, mátti Jón
prestur ekki eiga hann, enda þótt
hann hafi átt hann. Faðir hans
var í kirkjubókum sagður Sigurð-
ur nokkur Hálfdanarson. Þegar
minnzt er á það við séra Jón, að
Jón fóstursonur hans líkist ekki
Sigurði föður sínum, verður ekki
kornið að tómum kofunum hjá
presti:
Hvað er á móti hann sé faðir
Helga þar sem móðir varð? —
Báðir eru brattnefjaðir,
báðum er í höku skarð,
báðir hafa líka lund,
lestrar báðir tíðka stund,
hár lítið á höfði bera.
Hvorugur mun skarpur vera.
Séra Jón mun liafa fylgzt vel
með menntun þessara fósturbarna
sinna. Þegar nafni hans fer að
draga til stafs, verður honum af
munni:
Svei, og fjandinn, hvaða, hvaðal
Hver hefur mokað þennan flór?
Margoft eftir mykjuspaða
myndarlegra sá ég klór.
— Betur skrifa krumma klær,
klaufir nauts og apatær.
Því er Kollur látinn lifa,
fyrst læra vill hann ekki að skrifa?
Þetta sýnishorn um þessa tegund
skáldskapar séra Jóns verður að
nægja.
Árið 1797 eða 1798 fótbrotnaði
séra Jón og varð fóturinn aldrei
jafngóður. Gigt og helti þjáði
hann jafnan síðan. Féll honum
heltin ákaflega þungt, hann yrkir
mjög um hana í gamni, skírir fæt-
ur sína ýmsum nöfnum, dregur
spá af, þegar í lærið tekur, hefur
heltina að gamni eins og fátækt-
ina stundum. Víst er honurn fróun
að hafa verið fengnar Jrær „bölva
bætur“ að geta borið harm sinn
upp fyrir kvæðadísinni, og liann
færir hana í hátíðabúning, velur
honum hlátraham, allajafna. Það
er eins og hann sé hér feim-
inn við bermælgina, enda mun
ekki trútt um, að heltin hafi sært
hann jafnmikið andlega sem lík-
amlega. Svo kvenhollur sem hann
var kallaður alla ævi hlaut hann
að vilja ganga í augu kvenna og
fegurðarhneigð hans svo næm, að
honum hlaut að vera raun að
bækluninni. Einhverjir verða til að
hlæja að honum á bak. Hann verð-
ur jafnvel spéhræddur. Eitt sinn
er séra Jón staddur á Akureyri.
gamall og haltur, sér hann þá, að
einhver er að lienda gaman að
helti hans og líkja eftir göngulag-
inu: Honum rennur í skap °S
kveður:
Þú, sem mæddum manni geð
meiðir án saka og raka,
annað eins liefur áður skeð
og þú rækir niður hnéð
á kaldan klaka.