Eimreiðin - 01.05.1960, Side 64
152
EIMREIÐIN
Svo mikill nautabani!
Svo mikill bóndi á fjalli!
Svo mjúkhentur við kornið!
Svo hart hann keyrði spora!
Svo mildur var hann döggvum!
Svo fasmikill á mannamótum!
Svo liarðskeyttur með síðustu
veifustengur nætur!
En nú sefur hann um eilífð.
Nú mosaklœr og grasið
opna hvirfilblóm hans
með leiknum fingrum.
Nú streymir blóð hans i söng:
syngur yfir flóðlönd og grundir,
hnigur yfir ísköld horn,
ráfar án sálar um pokuna,
hnýtur um púsund klaufir
eins og löng, einmana, dökk tunga,
til að mynda poll ógnar
við stjörnubjarta Guasalquivir.
Ó, hvíti veggur Spánar!
Ó, óttans myrka naut!
Ó, þykka blóð Ignacios!
Ó, næturgali blóðs hans!
Nei.
Ég vil ekki horfa á það!
Þvi pað er enginn kaleikur, sem veldur pvi,
þvi það er engin svala, sem drekkur það,
ekkert lirim, sem fær það kælt,
enginn söngur né liljuregn,
ekkert gler, sem býr það silfri.
Nei.
Ég vil ekki horfa á það!
Upp sætaraðirnar stigur Ignacio
með allan sinn dauða á herðum.
Hann leitaði morgunsins
og það var enginn morgunn.
Hann leitar síns meitlaða svips
og draumurinn villir honum sýn.