Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 33
EIMREIÐIN
121
^onu sína, til sín, en hún neitar
að fara. Fengnir eru nienn til að
sætta, en Margrét kveðst
Jihvorki hafa skapsmuni að hrekja
S1g frá átthögum sínum og eignum
1 harðindapláss norður í Yxnadal,
ne yfirgefa óðöl og hlunnindi við
Sreiðafjörð, takandi í stað ófor-
nægju og bágindi, óvön lands-
i'áttum Norðurlands ...“ Hér hef-
Ur enn fylgikonan hans gamla, fá-
tæktin, brugðið fyrir hann fæti. Að
b°ði háyfirvalda átti nú að gera
skbnað á milli þeirra hjóna, en sá
skilnaðardómur kom aldrei, og bjó
Afargrét að öllum eignum þeirra
bjóna vestra til endadægurs 1808.
^íargrét varð stórauðug í löndum
°g lausum aurum, en svo stoltur
'ar séra Jón, að hann vildi engan
arf eftir hana taka, en lét hann
ganga allan til Guðrúnar dóttur
Peirra.
Jón aflaði sér fljótt vina nyrðra,
°g reyndust þeir honum liinir
'Uestu bjargvættir. Jón prestur var
skammarlega fátækur alla ævi.
i^ir hans miðluðu honum oft
efnum sínum og því, sem honum
e ur sennilega mestu skipt: aðdá-
Un sinni á ljóðum hans. Það er
lkt með skáldunum og blómun-
Uni, að fljótt sér á, ef þau lifa í
S tlgga. Sól samúðar og skilnings
gefur umkomulitlu skáldi góð vaxt-
arskilyrgj
Einhver traustasti styrktarmað-
sera Jóns var Þorlákur Hall-
g’hrnsson í Skriðu, frábær rnaður
framtaki, dugnaði og drengskap,
ng stendur þjóðin í mikilli þakkar-
uid við hann. Má geta þess nærri,
að séra Jón hefði staðið völtum
fótum fyrstu ár sín nyrðra, ef hann
hefði ekki átt að vini slíka sem
Þorlák í Skriðu.
Árið 1792 ræður séra Jón til
sín bústýru, Helgu Magnúsdóttur,
og var hún fyrir heimili hans upp
frá því. Helga var merk kona og
fórst henni bústjórnin vel úr
hendi. Börn þau, sem Helga átti,
voru að sjálfsögðu eignuð séra
Jóni, hvað sem hæft kann að vera
í því, og verður síðar að börnum
þessum vikið.
Líkur benda til þess, að séra Jón
hafi ekki verið út af eins snauður
hin síðari ár sín og alþýða hefur
viljað vera láta. Hefur dr. Jón Þor-
kelsson fært nokkur rök að því
fyrir framan ljóðaúrval séra Jóns,
er út kom 1919, á dánarafmæli
skáldsins. Hann bendir meðal ann-
ars á, að hann átti inni í Jarða-
bókarsjóði nokkurt fé, er hann
andaðist, en það hafði konungur
veitt honum í árlegan styrk. Þetta
fé kom fyrst til úthlutunar vorið
1819, en séra Jón andast þá um
haustið, 21. október, og var fjár-
hæð þessi þá enn óhreyfð, enda
mun hann ekkert hafa urn fjár-
veitingu þessa frétt fyrr en und-
ir júlílokin 1819. Veigameiri verða
]3au rök, að ekki þurfti á þessu
fé að halda til að standa straum
af búrekstrinum á Bægisá til far-
daga 1820. Fleiri eru rök dr. Jóns,
svo sem þau, að Jón prestur
skyldi ekki taka arf eftir Margréti
konu sína. En það sannar ekkert
um fjárhag séra Jóns, heldur hitt,
hve stórlyndur maður hann var og