Eimreiðin - 01.05.1960, Side 44
132
EIMREIÐIN
Það er farið að birta af degi við
Breiðafjörð, og þá leggur hann af
stað út á hjarnið — 5. nóvember
1788, maður í „nteðallagi að hæð og
grannvaxinn, nokkuð lotinn í herð-
um, með gult, slegið hár, breiðleit-
ur og brúnamikill, en þó lítið höf-
uðið, snareygur og harðeygur sem
í tinnu sæi, bólugrafinn mjög með
mikið skeggstæði, söðulnefjaður og
hafið mjög framanvert, meðallagi
munnfríður, útlimanettur og skjót-
ur á fæti.“ Hann hefur með sér
hempuna, sem hefur orðið honum
að tákni vonbrigðanna.
Ameríski stjórnmálamaðurinn Elihu Root var eitt sinn í ráðherratíð
sinni á ferðalagi í járnbrautarlest. Við hlið hans sat maður nokkur er
þóttist hafa gott vit á stjórnmálum, og lét óspart í ljós álit sitt á því hvað
stjórnin ætti að gera, og ætti ekki að gera. Er hann hafði talað góða
stund, spurði Root.
— Hver er atvinna jrín?
— Ég á hænsnabú, svaraði liinn.
— Veiztu hvað hver hæna verpir mörgurn eggjum? spurði Root.
— Nei, Jiað veit ég ekki, svaraði maðurinn.
— Maðurinn sem sér um hænsnabúið mitt, veit hve mörgum eggjulltl
hver hæna verpir, svaraði Root, og ef hann vissi það ekki, þá væri ham1
ekki í minni þjónustu. Ef að hæna verpir ekki til jafnaðar 15 eggjul11
á mánuði, þá er tap að því að eiga hana. — Heyrðu nú kunningi. Sýuist
þér ekki, að eftir að þú liefur lært Joína eigin atvinnu svo vel að Jjú þarf1
■ekki minna leiðbeininga við, sé fyrst tímabært fyrir Jjig að gefa mér leið'
beiningar um það, á hvern hátt landinu verði heppilegast stjórnað-
(Elihu Root, f. 1845, d. 1927, var víðkunnur amerískur lögfræðing111’
rithöfundur og stjórnmálamaður. Hann var hermálaráðherra 1899—19^14
og innanríkismálaráðherra 1905—1909. Hann hlaut friðarverðlaun Nobeb
1912).